Úkraína á aðeins sex mánuði eftir

Gústaf SkúlasonErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Úkraína á  „aðeins sex mánuði eftir“ má lesa í breska The Telegraph. Þrátt fyrir nýjan 60 milljarða dollara pakka frá bandarísku valdaelítunni.

Útlitið er svart fyrir Úkraínu, þrátt fyrir að bandaríska stjórnmálaelítan ætli að senda nýja 60 milljarða dollara í staðgengilsstríðið gegn Rússlandi.

Haft er eftir Richard Kemp, fréttamanni blaðsins, að nýju peningarnir geti ef til vill komið á stöðugleika í framlínunni en þeir munu ekki gera Úkraínu kleift að taka frumkvæðið á vígvellinum og fara í sókn.

Einfaldlega vegna þess, að hin „stríðsþreytta“ Úkraína hefur ekki nægjanlegt herlið og tekst ekki að ná eins mikilli herkvaðningu eins og þarf. Richard Kemp skrifar:

„Áskoranirnar fram undan eru nánast óyfirstíganlegar.“

Á sama tíma hefur Rússland byggt upp „hraðvaxandi hagkerfi á stríðstímum“ og byggt upp „gríðarlegan her.“ Rússar hafa sýnt allt aðra einbeitni en bandamenn Úkraínu. Að sögn Kemp er það skýringin á því, að Rússum hefur tekist að ná svo farsælum árangri.

Hér að neðan má sjá myndskeið með Zelenskí forseta Úkraínu áður en hann varð forseti. Greinilega – samkvæmt frétt The Telegraph, þá er háhælaða dansinum lokið.

Áður en Zelenskí varð forseti var hann leikari og lék m.a. í dansmyndum af ýmsum toga.

 

Skildu eftir skilaboð