Pentagon staðfestir leynilega afhendingu langdrægra eldflauga til Úkraínu

Gústaf SkúlasonErlent, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Pentagon staðfesti á miðvikudag, að Bandaríkin hafa þegar sent langdrægar eldflaugar í leyni til Úkraínu sem hluta af 61 milljarði dollara pakkanum sem samþykktur var nýlega á Bandaríkjaþingi. Ljóst er að langdrægar eldflaugar sem ná allt að 300 km inn í Rússland munu ekki auka friðarvon í þessu hörmulega stríði sem jafnaðarmenn Vesturlanda segja að sé frelsisstríð fyrir „lýðræðið á Vesturlöndum.” Nákvæmlega sömu orð notuðu fyrirrennarar þeirra sem fögnuðu árás Hitlers á Sovétríkin forðum og sögðu Hitler vera í fararbroddi „frelsisstríðs Evrópu og til varnar lýðræðinu á Vesturlöndum.”

Greinilega óska demókratar og svikarar republikanaflokksins að stríðið í Úkraínu magnist og stækki. Þessir stríðsbrjálæðingar hafa fyrir löngu selt sálu sína fyrir peninga, bera enga löngun til friðar og mannslíf skipta þá engu máli.

Úkraína getur skotið á mörk allt að 300 km inn í Rússlandi

ABC News greinir frá því, að eldflaugarnar sem ganga undir nafninu ATACM ná frá 70 – 300 km og hefur eftir áreiðanlegum heimildum að Úkraína hafi fyrst notað þær í síðustu viku. Í október sendi Bandaríkin miðlungsdrægar ATACMS eldflaugar til Úkraínu sem ná 70 kílómetra. Úkraína hefur allan tíman þrýst á Biden-stjórnina að fá langdrægari eldflaugar.

Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins, Jake Sullivan, sagði blaðamönnum síðdegis á miðvikudaginn, að Joe Biden forseti hafi fyrirskipað liði sínu í febrúar að útvega Úkraínu „umtalsverðan“ fjölda ATACMS eldflauga til notkunar innan úkraínsks yfirráðasvæðis – gegn rússneskum innrásarher.

Steve Bannon og Ben Harnwell ræddu um þessa uppljóstrun á stigmögnun Bandaríkjanna á Úkraínustríðinu í þætti Bannons „Stríðsherberginu” s.l. laugardag. Augljóslega vissu Bandaríkjamenn ekki, að þessar langdrægu eldflaugar væru hluti af 61 milljarði dollara samningnum. Vissi forseti þingsins, repúblikaninn Mike Johnson af þessu? Vissu aðrir repúblikanar sem greiddu atkvæði með pakkanum af þessu? Af hverju var þessu haldið leyndu fyrir bandarískum skattgreiðendum? Af hverju eru þeir senda þessi árásarvopn til stríðshrjáðu Úkraínu?

Þetta setur kastljósið á Mike Johnson, forseta Bandaríkjaþings: Hvað vissi hann og hvenær vissi hann það?

Steve Bannon: Ben, þetta veldur mér þungum áhyggjum af Johnson og hvað hann vissi og hvenær hann fékk vitneskju um þetta glæpsamlega samsæri, þessa skýrslu Jordan. Gott fólk, þetta á eftir að springa út um helgina á mánudaginn. Verið bara með okkur í þessu. Þetta verður sprengja. En ég hef annan vanda varðandi þetta. Ég hef mjög mikinn vanda sem aðeins þú, Harnwell, getur hjálpað mér að leysa. Þeir segja núna og Biden stærir sig af því, að við í leyni og án tilkynninga látið stjórn Zelenskís fá langdrægar eldflaugar, án þess að segja bandarísku þjóðinni frá því, sem hægt er að skjóta á loft og senda inn í Rússland.

Þannig að bandaríska þjóðin er núna í… Reyndar erum við núna í stríðsrekstri, beinum stríðsrekstri gegn rússnesku þjóðinni. Við afhentum þeim langdrægar eldflaugar í hljóði. Núna spyr ég mig, vissi Johnson það? Var honum tilkynnt það? Ef hann var upplýstur um það, hvers vegna sagði hann engum frá því áður en atkvæðagreiðslan fór fram? ….. Uppfærðu mig um þetta, vegna þess að þeir eru að reyna að reka bandarísku þjóðina út í skotbardaga við rússnesku þjóðina.

Ben Harnwell: Steve, góðan daginn. Já, þetta er einmitt spurningin. Hvað vissi Mike Johnson forseti og hvenær vissi hann það áður en hann skrifaði undir þennan 61 milljarða dollara pakka? Þetta er grundvallarspurningin.

Við erum að tala um ATACM eldflaugar hér, sem ná 300 kílómetra og geta ráðist langt inn á rússneskt yfirráðasvæði. Þetta stríðir auðvitað gegn yfirlýstri stefnu ríkisstjórnarinnar. Opinber stefna Biden-stjórnarinnar er sú, að úkraínsk stjórnvöld séu hvött til að nota skotfæri og vopn og Patriot varnarflaugar eingöngu í varnarskyni. Opinber afstaða Biden-stjórnarinnar er sú, að þeir séu á engan hátt að hvetja stjórnina í Kænugarði til að ráðast á Rússland, inni á rússnesk yfirráðasvæði. Þetta er afgerandi með tilliti til evrópskra samstarfsaðila Bandaríkjanna. Og auðvitað gagnvart bandarísku þjóðinni til að fá hana til styðja stjórnina en sá stuðningur minnkar að sjálfsögðu í hverjum mánuði.

Farið á bak við bandarísku þjóðina

Þannig að spurningin til forseta þingsins er: Hvað vissi hann og hvenær fékk hann að vita það. Eins og ég sé það, þá eru aðeins tveir möguleikar hér. Annað hvort hefur hann verið notaður af Biden-stjórninni eða hann vissi að ríkisstjórnin afhenti Úkraínu þessar langdrægu eldflaugar fyrir 61 milljarður dollara pakkann.

Ég velti því fyrir mér hvort þetta hafi komið með í umfjöllunina sem Mike Johnson hafði greinilega aðgang að, áður en honum snerist hugur og snarskipti um skoðun og sagðist ætla að styðja 61 milljarða pakkann.

… Vissi hann það? Vissi hann það áður en hann skipti um skoðun í málinu? Að Biden-stjórnin sé fullkomlega meðvituð um þá staðreynd og áttar sig á því, að Kænugarður hefur ekkert í höndunum til að vinna þetta stríð. Svo þú spyrð sjálfan þig, um hvað snýst þetta? — Um hvað snýst þetta? Af hverju er þessi 61 milljarða dollara pakki svona mikilvægur? Og hvers vegna studdi Mike Johnson hann? Vegna þess að það verður að halda lífi í Úkraínustríðinu fram í nóvember.

Steve, ég hef sagt þetta áður. Um þetta snýst málið. Þetta snýst um að stöðva Trump. Það skiptir ekki máli hversu marga unga Úkraínumenn þeir ætla að sækja núna frá Evrópu og senda í fremstu víglínu í fang dauðans. Það er ekki hægt að leyfa þessu stríði að springa fyrir nóvember.

Mike Johnson þarf að koma hreint fram – Hvað vissi hann og hvenær vissi hann það? Og hvers vegna felur hann það frá Bandaríkjamönnum?

Sjá nánar hér

Hlýðið á viðtalið á myndskeiðinu hér að neðan:

 

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð