Rússar gera 440 milljón dollara fjárnám hjá JP Morgan Bank

Gústaf SkúlasonErlent, Fjármál, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt lög sem heimila flutning á yfirteknum rússneskum eigum til Úkraínu.

Samkvæmt CNN mun samþykkt fulltrúadeildarinnar 20. apríl gera framkvæmdavaldinu heimilt að gera óhreyfðar rússneskar eignir upptækar og nota í aðstoð til Úkraínu.

Sem mótaðgerð við þessari ákvörðun Bandaríkjaþings, gerðu Rússar 440 milljónir dollara fjárnám hjá JPMorgan, stærsta banka Bandaríkjanna.

Rússneskur dómstóll hefur úrskurðað að VTB banki í eigu rússneska ríkisins fái rétt til 439,5 milljón dollara fjárnáms hjá JPMorgan Chase. Bandaríski fjármálarisinn hafði áður fryst rússneskar eigur samkvæmt lögum um bandarískar refsiaðgerðir sem núna á að gefa Úkraínu. Er um alvarlega árekstra milli alþjóðlegra laga og innlendrar bankastarfsemi að ræða.

Tilskipunin sem gefin var út af gerðardómi í Sankti Pétursborg nær ekki aðeins yfir reiðufé JPMorgan í Rússlandi heldur einnig yfir fasteignir bankans, þar á meðal umtalsverðan hluta í rússneskum dótturfyrirtækjum bankans.

Niðurstaða dómstólsins kemur frá málsókn sem VTB hóf til að endurheimta hina frystu fjármuni. Er því haldið fram, að fyrirhuguð brottför JPMorgans frá Rússlandi auki á fjármáladeiluna. Næsti fundur í þessari lagaflækju er áætlaður 17. júlí.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð