Jón Steinar leggur til að Halla Hrund tjái sig afdráttarlaust um náttúruvænar orkuvirkjanir

frettinInnlent, OrkumálLeave a Comment

Jón Steinar Gunnalugsson hæstaréttarlögmaður, hefur verið tvístígandi síðustu tvo daga varðandi hvern hann ætlar sér að kjósa til embættis forseta Íslands.

Í gærmorgun sagðist hann ætla að kjósa Höllu Hrund Logadóttur, eftir að hann sá fram á að frambjóðandinn sem hann hefur stutt til þessa, Arnar Þór Jónsson, sé ekki að mælast með næg atkvæði í skoðanakönnunum. Jón Steinar dró svo ákvörðun sína til baka fáeinum klukkutímum seinna og segist hafa orðið á í messunni, og einungis geta kosið Höllu að því tilskildu að hún muni ekki beita sér gegn náttúruvænum virkjunum ef hún kæmist í stólinn.

Nú hefur hæstaréttarlögmaðurinn sett inn nýja færslu, þar sem hann leggur það til ég að Halla Hrund fráfarandi orkumálastjóri taki afdráttarlaust fram opinberlega, að hún styðji náttúruvænar virkjanir á orku og muni ekki beita synjunarvaldi forseta á lögum frá Alþingi um slíkar virkjanir ef til þess kæmi. „Þetta ættu líka aðrir forsetaframbjóðendur að gera,“ bætir Jón Steinar við.

Þess má geta að Halla Hrund hefur beitt sér gegn náttúrvænum virkjunum sem orkumálastjóri.

Halla Hrund Logadóttir.

Skildu eftir skilaboð