Lögreglukonur leka upplýsingum til bólfélaga í glæpaklíkum

Gústaf SkúlasonErlent6 Comments

Töluverðar umræður eru í Svíþjóð um hvers vegna glæpahópunum hefur tekist að ná svo miklum völdum í samfélaginu sem raunin er orðin. Eitt atriði í þeirri mynd er að sumar sænskar lögreglukonur hafa látið glæpamenn tæla sig, sem er meðvituð stefna glæpamannanna til að mynda tengsl og komast yfir upplýsingar sem þeir geta nýtt. Stöðugt koma nýjar fréttir um, hvernig bæði lögreglumenn og lögfræðingar eru keyptir eða ógnað til að starfa fyrir glæpahópana.

Meðvituð aðferð glæpamanna að tæla til sín lögreglukonur

Dagens Nyheter, DN, skrifar um upplýsingalekann og hvernig glæpamenn stunda á meðvitaðan hátt að tæla lögreglukonur í námi og mynda sambönd við þær. Hefur þeim orðið svo ágengt, að lögreglan verður að yfirfara starfsemi sína og byggja varnargarða til að koma í veg fyrir að glæpahóparnir hafi beinan aðgang að upplýsingum um þær rannsóknir og dómsmál sem í gangi eru. DN skrifar að slíkt sjáist í 8 af hverjum 10 tilfellum sem blaðið hefur rannsakað.

DN tekur mörg dæmi. Til dæmis um lögregluvarðstjóra sem var í kynferðissambandi við glæpamann sem var viðriðinn margar skotárásir og sprengingar. Lögreglukonan lak upplýsingum úr gagnagrunni lögreglunnar til mannsins sem hann og aðrir glæpamenn nýttu sér. Konan fékk skilorðsbundinn dóm og sektir og hætti störfum hjá lögreglunni.

Annað dæmi er um konu í lykilstöðu rannsóknarstarfs lögreglunnar í baráttunni gegn glæpahópunum sem var í ástarsambandi við tvo glæpamenn með háa stöðu innan glæpahópanna. Hún lak upplýsingum til þeirra og var dæmd til að greiða sekt og sagði upp störfum.

DN segir einnig frá landamæralögreglukonu sem lak upplýsingum til margra mismunandi glæpahópa um menn sem hóparnir drápu síðan. Hún hlaut sinn dóm og var rekin frá lögreglunni. Dæmi er um að lögreglumenn hafi hringt í glæpamenn og varað þá við að lögreglan myndi banka upp á til að handtaka þá, þannig að þeir gætu flúið áður. Mörg önnur dæmi voru tekin.

Loftskýrslur búnar til og laumað inn í gagnagrunn lögreglunnar

Martin Valfridsson segir þróunina hættulega lýðræðinu. „Fólk missir trúna á samfélaginu.“

Frá árinu 2018 hafa borist 514 kærur um grunaðan upplýsingaleka hjá lögreglunni. Samkvæmt DN er það „endurtekin aðferð“ meðlima glæpahópanna að hefja kynferðisleg samskipti við lögreglumenn.

Martin Valfridsson, hjá rannsóknardeild lögreglunnar, segir við DN, að lekar á upplýsingum til glæpamanna séu útbreitt vandamál:

„Flestir starfsmenn lögreglunnar eru heiðarlegir og standa sig frábærlega vel en leki til glæpamanna er engu að síður víðtækt vandamál. Þetta hefur verið í gangi í langan tíma í Suður-Evrópu. Á skömmum tíma hefur það einnig náð fótfestu hérlendis.“ 

Hjá lögreglunni er orðið „loftskýrsla“ notað yfir tilgangslausar skýrslur yfir fólk sem glæpamennirnir hafa áhuga á og fá lögreglumenn til að gera. Skýrslurnar eru síðan notaðar sem lögmæt heimild til að komast að gagnagrunni lögreglunnar og ná í upplýsingar.

Fölsk neyðarköll til 112 tíðkast einnig hjá glæpahópunum og samstarfsaðilum þeirra innan lögreglunnar að sögn DN. Köllin eru einnig notuð sem ástæða til að komast inn í gagnagrunn lögreglunnar til að sækja viðkvæmar, leynilegar upplýsingar sem síðan er lekið til glæpamanna.

Ár 1971 fengu konur í fyrsta sinn að starfa hjá lögreglunni í Svíþjóð. Þá gátu konur byrjað nám í lögregluháskólanum. Konum hefur síðan stöðugt fjölgað innan lögreglunnar. Görans „Kjólastjórinn“ Lindberg var rektor á lögregluskólanum á árunum 1989 til 1997 og þá var gert átak til jöfnunar kynjanna hjá lögreglunni. Í dag eru 35% lögreglumanna konur.

 

6 Comments on “Lögreglukonur leka upplýsingum til bólfélaga í glæpaklíkum”

  1. „byggja varnargarða til að koma í veg fyrir að glæpahóparnir hafi ekki beinan aðgang að upplýsingum“

    Til að koma Í VEG FYRIR að glæpahópar hafi EKKI aðgang?

    Hvernig virkar það?

  2. Sæll Páll, gott að fá ábendingar. Ég tek burtu orðið ekki, svo enginn vafi leiki á því sem átt er við: Lögreglan verður að hafa sig alla frammi til að koma í veg fyrir að glæpahópunum takist að stela upplýsingum úr gagnagrunni lögreglunnar.

  3. Veiklundaðar kerlingar sem víla ekki fyrir sér að svíkja land sitt og þjóð fyrir stundargaman. Hrottafengið.

  4. Það er til einföld lausn sem myndi þurka út 90% glæpamanna en þökk sé heimskun stjórnmálamönnum og kjósendum þeirra er þetta látið viðgangast.

Skildu eftir skilaboð