Orkumálastjóri gleymdi raforkunni

frettinGeir Ágústsson, Innlent, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar:

Ég var í sakleysi mínu að horfa á myndband á jútjúb þegar þar birtist allt í einu auglýsing frá forsetaframbjóðandanum Höllu Hrund (sem virðist ekki vera með eftirnafn). Þetta er áhrifamikið og vel unnið myndband með tónlist og talsetningu (sérstaklega miðað við að hún var greitt af opinberum starfsmanni, eða hvað?), og þar segir Halla Hrund meðal annars að Íslendingar hafi með seiglu og samvinnu byggt...

brýr, vegi og hitaveitu.

En gleymdi orkumálastjórinn fráfarandi ekki einhverju þarna? Einhverju enn mikilvægara en jafnvel brúm, vegum og hitaveitum, þótt allt sé þetta nú mikilvægt?

Jú, auðvitað. Hún gleymdi vatnsfalls- og jarðvarmavirkjununum.

Hún gleymdi raforkunni. En mundi eftir hitaorkunni.

En kannski gleymdi hún engu. Hún hefur í starfi sínu sem orkumálastjóri lagt á sig ýmsar krókaleiðir til að koma í veg fyrir fleiri raforkuvirkjanir. Hún vill ekki kannast við það býst ég við.

Brýr, vegir og hitaveita, og stórar, öflugar, arðbærar, umhverfisvænar, verðmætaskapandi vatnsfallsvirkjanir sem mala eigendum sínum gull um leið og þær útvega ódýra orku til heimila og iðnaðar.

Kannski er það jákvæða við þetta framboð að núna losnar stóll hennar fyrir manneskju sem lítur ekki á það sem vinnu sína að hindra orkuframleiðslu, og kannski frekar að koma henni á koppinn með ábyrgum hætti.

Orkumálastjóri sem gleymir ekki mikilvægi orku.

Það má vona.

Skildu eftir skilaboð