Uppruni nýrnasteina og ráð til að verjast myndun þeirra

frettinHeilbrigðismál, HeilsanLeave a Comment

Dr. Eric Berg hefur birt mörg myndbönd um nýrnasteina hann segir að myndbandið ,,The Deeper Cause of Kidney Stones you‘ve Never Heard About“   sem hér er þýtt, stytt og endursagt, sé tímamóta fróðleikur um það sem veldur nýrnasteinum.

Nýleg uppgötvun vegna tilkomu fullkominnar smásjártækni er búin að komast að því að sams konar kölkun gerist einnig í fleiri líffærum til
dæmis er: liðagigt kölkun í liðum, líka tannstein, það geta komið ský í augnlinsuna vegna kölkunar. Kalsíum útfellingar hafa fundist í taugarótum heilans hjá alzheimer- og heilabiluðum, einnig harðna veggir slagæða og valda háum blóðþrýstingi jafnvel heilablóðfalli.

Kalsíum útfellingar geta safnast saman í brjóstvef og hefur einnig komið fram í MS sjúkdómi, einnig eru tengsl við gallsteina og kólesteról og jafnvel geta þróast litlir hálskirtlasteinar. Kalkmyndanir eru í heitum hverum og einnig sjást kalksteinar þegar horft er grant í jarðveginn. Á botni skipa eru stórir hnúðar sem líka eru kalkmyndanir.

Hvaðan kemur þetta kalsíum (kalk)?

Það sem allar þessar kalsíummyndanir eiga sameiganlegt eru örverur. Þegar dr. Berg skoðaði þetta nánar fann hann loksins lykilgreinina sem hann hafði leitað lengi. Það var rannsókn á nýrnasteinum og næringu. Rannsóknin var gerð á 78 manneskjum með nýrnasteina og 97.2 % þátttakenda höfðu örsmáar bakteríur í nýrnasteinunum. Þessar örsmáu bakteríur sem voru mjög, mjög litlar, hundrað sinnum minni en venjulegar bakteríur eru kallaðar Nanobakteríur (nano þýðir mjög lítið).

Þessi nýlega uppgötvun byggist á ákveðnum gerðum smásjáa og var ekki hægt að finna áður en þær smásjár komu til. Djúpt inn í umræddum nýrnasteinum eru örverur sem eru nanobakteríur. Þær éta kalsíum og mynda beinlíka kristalbyggingu sem kölluð er   matarlyst (appetite). Það er allt annað en venjuleg matarlyst. Matarlyst (appetit) er tegund af kalsíumfosfór sem er í beinum. Nanobakteríur búa til þessa tegund af kalsíum þær hafa hvolfþaks uppbyggingu (igloo) til að hjálpa þeim að lifa af gegn sýklalyfjum, áĺagi og lyfjum sem drepa bakteríur.

Ein af aukaverkunum sýklalyfja er aukning á örveru-lífhimna. Lífhimnur eru nýlendur örvera með litlum kalsíum hlýfðarskeljum (igloo). Í hvert skipti sem tekin eru inn sýklalyf verða örverurnar sterkari og gefa þeim tækifæri til að mynda þessar lífverur. Þess vegna er ekki lausn gegn nýrnasteinum að taka inn sýklalyf, það eykur bara vandann.

Rannsakendur hafa líka fundið þessar litlu örverur í æðaveggjum slagæða og í kalkútfellingum í liðum. Halda mætti að þetta vandamál væri að kenna of miklu kalki (kalsíum) í fæðunni en í raun er það ekki. Það snýst miklu meira um þessar örverur og hvað þær eru að gera í umhverfi sínu.

Fólk þarf að að vita meira um nanobakteríur. Við skulum skoða þær nánar. Nanobakteríur mynda lífhimnur sem eru nýlendur til að lifa af og bindast við kalsíumskeljar, þær eru mjög ónæmar fyrir sýklalyfjum og verða bara sterkari við inntöku sýklalyfja. Þær vaxa við mismunandi sýrustig, í mismunandi umhverfi, við mismunandi hitastig og við mismunandi álag. Því meiri streita því meira vaxa örverurnar.

Stór fylgikvilli þessara örvera er að í skel þeirra er okkar eigið ónæmiskerfi sem á erfitt með að greina þær sem vandamál. Venjulega  veldur það einhveri tegund af ónæmisvörnum sem heldur áfram í langan tíma. Það þýðir að líkaminn verður ónæmissjúkur. Kerfið skapar meiri bólgur sem valda mörgum fylgikvillum. Margir þessir kvillar koma frá okkar eigin ónæmiskerfi.

Til að reyna að losna við sýkinguna er sítrat mjög áhugaverð aðferð sem dregur úr nanobakteríum og minnka lífhimnur.

Sítrónusýra eða sítrat í sítrónum er algeng ráð gegn nýrnasteinum og nú er vitað að sítrat hjálpar til við að hamla myndun lífhimna.

Þróun þessara vandamála er mjög svipuð og hvernig ,,Helicobacter pylori“ (H pylory) býr til sár. Ef þú veist ekki um þá tengingu þá koma mörg sár sem fólk þróar með sér frá helico-bakteríum sem búa í maganum. Margir eru með einkennalaust H pylori en ef breyting verður í maganum t.d. sýrustig og kannski mataræðið líka getur H pylory breyst og byrjað að valda vandamálum.

Auðvitað fylgja aukaverkanir sýklalyfjum en það er aðferðin sem almennt er notuð gegn þessum vanda. Máĺið er að mikill meirihluti almennings er með þessar örverur í líkamanum og þær gera ekki neitt illt, skapa ekki vandamál og sama er hægt að segja um aðrar örverur.

Sýklalyf drepa bakteríur við það eykst sveppagróður

Ef tekin eru inn sýklalyf og streita eykst hefst ofvöxtur sveppa. Sýklalyfin eyða bakteríunum sem annarrs vernda gegn sveppamyndun og halda sveppum í skefjum. Við ofvöxt sveppa er fólki miklu hættara við að fá nýrnasteina. Þeir sem eru í mikilli hættu er fólk með: sykursýki, háan blóðþrýsting, nýrnavandamál, offeitir og fólk með skert ónæmiskerfi eins og HIV, eða þeir sem taka inn mikið af prednisól.

Spurningin er hvernig er hægt að eyða nanoörverum?

Fyrst þarf að takast á við skelina en vandamálið er að ef byrjað er á að eyðileggja skelina mun losna mikið af þessum örverum í blóðið og þvagið. Það getur skapað meiri vandamál og getur framkallað fleiri sýkingar á öðrum stöðum líkamans. Það sem skeður er áþekkt því þegar sprengdir eru nýrnasteinar með hljóðbylgjum á eftir myndast stóraukin hætta á sýkingum. Það er líklega ástæðan fyrir því að á eftir þannig aðgerð eru gefin sýklalyf til að drepa allt sem hefur losnað út í líkamann.

Dr, Eric Berg segir: ,,Þegar byrjað er að nota ýmis náttúrulyf til að brjóta upp þessar kalsíumskeljar verður fólk að vita hvað það er að gera“. Það krefst mikils undirbúnings og upplýsinga. Þegar byrjað er að brjóta upp lifhimnur geta komið vandamál. Hann tekur dæmi um Karen konuna hans sem vildi taka lyf fyrir lífhimnur. Hún tók mjög öflugt úrræði sem braut upp alls kyns hluti og því fylgdu kvillar. Hún leit ekki vel út og eitthvað alvarlegt var í gangi í meltingarkerfi hennar. Hún gat ekki haft hægðir, var með risa stóran hnút í maganum, henni leið illa og gat ekki borðað.

Það varði í nokkra daga þar til dr. Berg fór að rannsaka þetta og fann að ein af aukaverkunum var gallteppa. Gallteppa felst í þykkri leðju sem getur fest í gallgöngunum og hún getur bakkað upp í lifrina og skapað alls kyns vandamál þar á meðal hægðatregðu. Í flýti notuðum þau hjónin aðferð sem dr. Berg mælir með ef fólk ákveður að nota einhverja tegund náttúrulyfja eða ,,Chelation“ aðferð sem kallast EDTA. (Skýring á Chelarion af netinu: Kelunarmeðferð felur í sér vikulega meðferð með etýlendiamíntetraediksýru (EDTA) sem gefið er í bláæð. Þessi aðgerð skapar efni sem fara úr líkamanum í þvagi.)

Dr. Berg mælir með því að ef fólk ætlar sjálft að brjóta upp þessa hluti að það taki inn ,,TUDCA Tut cup“ tegund af gallsalti sem mun láta gallið flæða. Fólk þarf að fara mjög varlega við að eyðileggja lifhimnurnar.

Hafa líka virk kol ,,Activated charcoal“ við hendina og taka þau inn eftir þörfum því að virk kol geta hjálpað til við að gleypa mikið af eitraða efninu sem er verið að brjóta upp til að koma út úr líkamanum. Upplýsingar af vefnum: Activated charcoal er úr bambus sem er hitaður við háan hita og hleypt að súrefni til að mynda þetta fíngerða svarta duft. Activated Charcoal er þekkt fyrir hreinsunar eiginleika og hefur lengi verið notað fyrir náttúrulega hreinsun, t.d. eftir drykkju eða óhollan mat.

Auðveld leið til að verjast því að nýrnasteinar myndist

Dr. Berg bendir á aðra auðveldari nálgun sem er aðeins meira straumlínulöguð og með færri fylgikvilla. Hann ráðleggur fólki eindregið að koma í veg fyrir að nýrnasteinar myndist.

Áhrifaríkasta og best er að drekka nógan vökva 2.5. lítra af vatni á hverjum einasta degi. Þá geta nýrnasteinar ekki myndast vegna þess að steinarnir myndast alltaf í ofur þéttu þvagi þannig að ef þú drekkur nóg af vökva geta þeir ekki myndast.

Síðan að taka inn kalsíumsítrat og tvær eða þrjár únsur af sítrónu í vatninu á dag (1 únsa eru rúm 28. grömm). Gott væri að borða tvær til fjórar sítrónur á dag út í vatnið.

Einnig er kalíumsítrat í dufti mjög gott, það er lífrænt og getur dregið úr hættu á nýrnasteinum. (Athuga hér talar hann fyrst um kalk-sítrat og síðan kalí-sítrat það er sitt hvort efnið).

Svo bendir dr. Berg á að taka eitt öflugasta og náttúrulegasta sýklalyf sem til er, það er hvítlaukur í frostþurrkuðu formi. Ef hann fæst ekki þá virka önnur form af hvítlauk líka. En frostþurrkaður hvítlaukur væri gott náttúrulegt sýklalyf tilvalið gegn þessum bakteríum og mun ekki valda skaða.

Nýrnasteinum getur fylgt óbærilegur sársauki en steinar eru bara toppurinn á ísjakanum. Þeir eru einkenni óheilbrigðs umhverfis og slæmra matarvenja. Dr. Berg mælir með því að hreinsa umhverfið og tileinka sér holt Ketogen mataræði og föstur með hléum sem myndu byggja upp örverurnar og geta komið í veg fyrir lífhimnur í þörmum.

Minnka svo streitu því að stress hefur líka áhrif á örverur. Varast notkun sýklalyfja og lyfja sem tengja fólk þeim efnum sem geta valdið því að örverur aðlagist og verði sterkari.

Ingibjörg Sigfúsdóttir þýddi, stytti og endursagði myndbandið ,,The Deeper Cause of Kidney Stones You’ve Never Heard About“ eftir dr. Eric Berg. Slóðin er: https://www.youtube.com/watch?v=jfrrSbku9t4

Allar myndir eru teknar úr myndbandinu.

Hér er hægt að finna kynnigu á dr. Eric Berg D.C. og heilsutengdri fræðslu hans.

Hér eru slóðir á áður birtar greinar í Heilsuhringnum af myndböndum eftir dr. Eric Berg.

Hann talar um ketófæði í lok greinarinnar um nýrnasteina. Í eftirfarandi viðtali má fá nokkra hugmynd um hvað það snýst:  Bjúgur minnkaði, kílóum fækkaði, blóðþrýstingur lækkaði, blóðsykur og insúlín varð jafnara : https://heilsuhringurinn.is/2023/11/30/bjugur-minnkadi-kiloum-faekkadi-blodthrystingur-laekkadi-blodsykur-og-insulin-vard-jafnara/

Greinin birtist fyrst á Heilsuhringurinn 1.5.2024

Skildu eftir skilaboð