Trump forseti krefst þess að Jack Smith, sérstakur saksóknari, verði handtekinn

Gústaf SkúlasonInnlendarLeave a Comment

Trump fyrrum forseti krafðist þess um helgina að Jack Smith yrði handtekinn eftir að hann viðurkenndi að hafa logið að réttinum um leyniskjölin sem lagt var hald á í Mar-a-Lago heimili Trumps. Trump skrifaði í færslu á Truth Social um helgina:

„Handtakið Jack Smith. Hann er glæpamaður!“

Jack Smith viðurkenndi að hafa logið að dómstólnum um leyniskjölin sem lagt var hald á í Mar-a-Lago í kröfu sem lögð var fram seint á föstudagskvöldi.

Sérstaki saksóknarinn Jack Smith svaraði á föstudagskvöld tillögu Walt Nauta, meðákærðum í máli Trumps, um að fá framlengdan frest vegna upplýsinganna með leyniskjölin. Walt Nauta er fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og fyrrum hermaður í sjóhernum. Hann starfaði fyrir Trump og einnig sem persónulegur starfsmaður á Mar-a-Lago. Walt Nauta var ákærður ásamt Trump á síðasta ári. Framlenging á fresti var hafnað af dómstólnum.

FBI setti ný blöð í stað leyniskjalanna – geta ekki greint skjölin lengur

Í tillögu sem lögð var fram seint á föstudag, viðurkenndi Jack Smith að FBI hafi átt við boxin sem innihéldu „leyniskjölin“ sem þeir tóku af Trump. FBI er ekki viss um röð eða staðsetningu skjalanna.

Í umsókn 1. maí hélt lögmaður Walt Nauta því fram, að Nauta gæti ekki vísað til leyniskjalanna sem FBI birti á myndum eftir heimsóknin FBI á heimili fv. Bandaríkjaforseta. Var það vegna þess að:

„tilteknir hlutir í haldlögðu kössunum sem hann skoðaði voru í annarri röð en þeir eru í skönnunum á innihaldi kassanna.“

Jack Smith viðurkenndi í svari sínu á föstudagskvöld að FBI hefði hrært í leyniskjölunum.

Dómsmálaráðuneytið hafði áður fullvissað dómstólinn um að staðsetning trúnaðarskjalanna voru eins og þau voru upprunalega í vörslu Trumps. Það er lygi eins og núna hefur komið í ljós.

Leyniskjöl Trumps samkvæmt FBI. Búið er að fjarlægja leyniskjölin og FBI setti aðra pappíra í staðinn.

FBI fjarlægði leyniskjölin og setti forsíðublöð í staðinn. Núna viðurkennir FBI, að þeir hafi klúðrað skjölum Trumps!

Eftir að kassarnir voru settir í skráningu, þá bjó FBI til skrá til að tengja skjölin með flokkunarmerkingum við kóða (t.d. skjal „bb“) og merkti flokkuð forsíðublöð í kössunum með kóðanum fyrir skjölin sem lagt var hald á. FBI skipti einnig yfirleitt út handskrifuðu blöðunum fyrir flokkuð forsíðublöð með kóðanum. Burtséð frá því, þau handskrifuðu blöð sem eru enn í kössunum tákna ekki viðbótar trúnaðarskjöl – þau voru bara ekki fjarlægð þegar  forsíðublöðin kóðaflokkun var bætt við. FBI gat í mörgum tilfellum ekki séð hvaða skjal samsvaraði tilteknu forsíðublaði.

 

Skildu eftir skilaboð