Mörg kuldamet slegin í apríl

Gústaf SkúlasonHamfarahlýnun, Loftslagsmál, Leave a Comment

Þrátt fyrir hótun Sameinuðu þjóðanna um að við munum öll stikna í logum helvítis, þá er móðir náttúra ekkert að láta slíkt hafa áhrif á sig. Í Svíþjóð mældist aprílmánuður kaldari en venjulega á mið- og norðanverðu landinu. Í Norður Svíþjóð var kuldinn undir -30°C sem ekki hefur mælst í áratugum saman í apríl, samkvæmt tölum frá sænsku veðurstofunni SMHI.

Í byrjun mánaðarins var mjög kalt í Norður-Svíþjóð og fór kuldinn niður fyrir -30°C. Kaldast var í Naimakka í norðanverðum Tornedal þar sem kuldinn fór niður í -34,6°C. Þetta var mesti kuldi mánaðarins og lægsti aprílhiti sem mælst hefur á Svíþjóð síðan 1991. Það sem er óvenjulegt er að kuldi aprílmánaðar var meiri en mesti kuldi sem mældist í mars mánuði sem var -31,3°C.

Eftir þennan fimbulkulda fylgdi hlýrra tímabil en venjulega í nokkra daga í Svíþjóð. Hraðaði það  komu vors og sumars öllum til gleði. En ánægjan var skammvinn, því upp úr miðjum apríl var landið aftur hulið köldu lofti og víða mjög kalt.

Kuldaskeiðið var mest í Norður-Svíþjóð með 2-3 stigum kaldara tímaskeiði en er venjulega miðað við árstímann.

author avatar
Gústaf Skúlason

Skildu eftir skilaboð