Sævar Kolandavelu er alvarlega veikur: söfnun er hafin

frettinInnlendarLeave a Comment

Sæv­ar Daní­el Kolanda­velu, er 37 ára gamall maður sem hefur verið að glíma við mikil og erfið veikindi undanfarin ár.

Sæv­ar hef­ur heim­sótt bráðamót­tök­una og heilsu­gæsl­una ótal sinn­um frá ár­inu 2016 og vegna verkja seg­ir hann lífið hafa verið hel­víti síðan þá. Seg­ist hann hafa eytt 12 til 15 millj­ón­um í ýmis kon­ar kostnað, ekki síst þar sem hann hef­ur leitað sér aðstoðar víðar en á Íslandi.

Sæv­ar á erfitt með að sjá fyr­ir sér bjarta framtíð í því ásig­komu­lagi sem hann er. Hann lít­ur þó svo á að hann sé lán­sam­ur því í kring­um hann séu traust­ir vin­ir sem leggi hon­um hjálp­ar­hönd á ýms­an hátt.

Vinir Sævars hafa komið af stað söfnun á karolina fund, því Sævar þarf að komast í lífsnauðsynlegar aðgerðir í Tyrklandi sem fyrst.

Sævar er einnig stofnandi grúbbunar „rétturinn til að lifa“ á facebook, og er þær hægt að fylgjast með Sævari og baráttu hans við heilbrigðiskerfisins.

Sævar hefur nú sent út ákall í þeirri von um að þeir sem sjái sér fært um að aðstoða hann við að komast í aðgerðirnar, geti lagt honum lið í baráttunni.

Hægt er einnig að kaupa vörur eins og te, hettupeysur, húðflúr frá vinum Sævars og annað lítilræði eins og hópurinn kallar það, til að leggja söfnuninni lið.

Sævar er illa haldin af kvölum og líður eins og líkaminn sé að rifna í sundur.

Ákallið í heild sinni:

Ég heiti Sævar Daníel og er að senda sem stofnandi grúppunar "rétturinn til að lifa" Sem ég gerði fyrir ári síðan, til að vekja máls á skorti af málsmeðferð eftir að ég slasaðist alvarlega 2016.

Ég vitandi sjálfur að ég væri illa slasaður, hvernig í pottinn var búið, og það væri til lækning við ástandi mínu, hef nú í fjögur ár unnið fyrir því að fá rétta greiningu og læknisaðstoð. 

Við erum komin í mark svona vísindalega, við erum búin að fá greiningu og teymi af skurðlæknum undir forystu virts skurðlæknis hefur staðfest greiningu og undirbýr þrjár aðgerðir á mér erlendis. 

Ég er langt gengin eftir harða baráttu og mikla vinnu, og engin fyrirheit um aðkomu ríkis og í reynd hafa sérfræðingar landspítalans ekki látið ná í sig í 4 mánuði, og því miður öllum ljóst að ég þarf undir hnífinn á allra næstu vikum ef vel á að fara. 

Málið hefur verið langt og flókið, en í grunninn er það bara að ég er mjög illa slasaður, hef verið í neyðarástandi í langan tíma, og mig langar að spurja hvort þið værir til í þá mannúð að hjálpa mér að dreifa þessari frásögn af sögu minni, og sjálfstæðu framtæki, en ég og fjölskylda mín höfum búið til heimagerðar vörur og list, með hugleiðsluívafi, sem okkur finnst róandi að vinna með í krefjandi kringumstæðum til að selja fyrir kostnaði við skurðaðgerðirnar

Hérna inni er hægt að lesa um málið, og hjálpa með því að styrkja um lítilræði eða kaupa litlar vörur, te, hettupeysur, fá flúr frá vinum okkar eða annað lítilræði til að koma okkur í mark.

Takk fyrir að taka þér tímann, með þökk!
Sævar

Skildu eftir skilaboð