Halldór segist vera vísa til orðræðunnar í samfélaginu með skopmyndinni

frettinInnlendar1 Comment

Halldór Baldursson skopmyndateiknari, segist vera að vísa í orðræðuna í samfélaginu með nýrri umdeildri skopmynd sem birtist á Vísir um helgina af nokkrum frambjóðendum til forseta Íslands.

Á myndinni er Arnar Þór Jónsson lögmaður teiknaður upp í nasistabúning. Fréttin sló á þráðinn til Halldórs sem svaraði því að myndin sé ekki byggð á skoðunum hans, hann sé ekki á því að Arnar sé fasisti eða nasisti, en orðræðan sé á þennan veg sem hann heyri manna á milli í samfélaginu og hún geti oft verið vond og ósanngjörn. Hann segist skilja það vel að myndin hafi tekið á og farið fyrir brjóstið á einhverjum.

Halldór bendir á að aðrir frambjóðendur hafi líka fengið útreið á myndinni, og segir að búningurinn sé ekki beint að vísa til nasisma, öllu heldur fasisma, hann sé með myndinni að vísa til stimplamenningar á Íslandi, „sem við eigum að fara varlega í,“ og sjónarmið eins og Arnars ættu að fá að heyrast meira,“ bætir hann við.

Skopmyndin sem birtist á Visir um helgina.

Arnar Þór hefur sent kvörtun til siðanefndar Blaðamannafélags Íslands og óskar eftir skjótum viðbrögðum.

„Sá búningur sem hér um ræðir er táknmynd alls þess sem ég hef talað gegn, þ.e. valdboðs, stjórnlyndis, ofríkis, kúgunar, mannfyrirlitningar, stjórnlyndis og alræðis. Ég er málsvari klassísks frjálslyndis, frjálsræðis, einstaklingsfrelsis, lýðræðis, mannúðar, manngæsku, mannréttinda og valddreifingar.“

Framsetning Halldórs og Vísis er gróf aðför að mannorði mínu og þess er krafist að bæði teiknarinn og fjölmiðillinn verði áminntir fyrir brot, rangfærslur leiðréttar, umrædd mynd fjarlægð og ég beðinn afsökunar, bæði formlega og skriflega,“ segir Arnar.

One Comment on “Halldór segist vera vísa til orðræðunnar í samfélaginu með skopmyndinni”

  1. Það er venjan hjá vinstri-sinnuðu fólki að dæma hægri-sinnað fólk sem Nasista eða Fasista. Þessi viðhorf sjáum við ítrekað endurtekin hjá RÚV, Stöð 2 og flestum öðrum fjölmiðlum.

Skildu eftir skilaboð