Hvíl í friði Shani Louk – bréf til aðdáenda Hamas

Gústaf SkúlasonInnlendar1 Comment

Samantha Smith skrifar opið bréf til stuðningsmanna hryðjuverkasveitar Hamas á Vesturlöndum (sjá X að neðan):

Þetta var Shani Louk

Líki hennar var rænt af Hamas-hryðjuverkamönnum þann 7. október og náðist fyrst í dag (17. maí). Shani var pyntuð, henni nauðgað og hún barin áður en hún var myrt og dregin um göturnar hálfnakin sem „herfang“ og sýnd sem dæmi um hvað gæti komið fyrir aðra Ísraela.

Þeir fótbrutu hana.

Þeir skutu hana í höfuðið.

Þeir beittu hana ofbeldi og saurguðu hana.

Allt vegna þess að hún var gyðingur.

Hamas hélt líkama hennar sem tákni og vegna samninga í marga mánuði, neitaði henni um virðulega greftrun og hélt fjölskyldu hennar í stöðugum kvölum yfir hvíldarstað dóttur þeirra.

Hamas hringdi meira að segja í móður hennar og lét eins og Louk væri á lífi, eftir að hún var myrt ásamt ríflega 1.200 öðrum saklausum Ísraelsmönnum. Hún var aðeins 22 ára. Eina leiðin til að bera kennsl á hana var með broti af höfuðkúpu hennar.

Shani hefði ekki þurft að deyja en samt drápu Hamas hana og hundruð annarra af engri annarri ástæðu en að þeir líta á gyðinga – og alla aðra sem ekki aðhyllast hugmyndafræði þeirra – sem aðskotadýr.

Ísraelar virtu vopnahléið

Shani Louk frá Þýskalandi var á friðartónleikum í Ísrael, þegar blóðþyrstir böðlar Hamas réðust á viðstadda.

Ísrael gaf Palestínumönnum landsvæði til notkunar. Ísrael vildi frið. Hamas ekki. Í gegnum mörg fyrri átök í Palestínu var það palestínska hreyfingin sem var sú árásargjarna. Jafnvel gegn ríkjum þriðja aðila.

Jórdanía man eftir svarta september. Kúveit man hvernig Frelsissamtök Palestínu gengu í lið með Saddam Hussein og aðstoðuðu hann við innrás Íraks í Kúveit 1990. Líbanon man hvernig þeir tóku á móti Palestínumönnum opnum örmum og síðan framdi PLO fjöldamorð á kristnum borgurum, náði völdum á stórum svæðum í Líbanon og hóf borgarastyrjöld.

Saga Palestínu er flókin

En það er ástæða fyrir því að svo mörg Miðausturlönd vantreysta Palestínu og svik þeirra gagnvart þeirri góðvild sem bandamenn áður hafa boðið upp. Svik sem hafa varpað dökkum skugga á samskipti þeirra við stóran hluta hins óíslamska heims.

Fólkið sem er hlynnt Palestínu vill mála upp Ísrael sem illmenni í þessu stríði en „gleymir“ auðveldlega hvernig það byrjaði. Til allra ykkar á Vesturlöndum sem styðja aðgerðir Hamas og telja að þeir séu einfaldlega að „berjast fyrir Palestínu“:

„Þeir munu gera við þig það sem þeir gerðu við Shani og þeir munu ekki hugsa sig tvisvar um. Svo, þegar þú hugsar um Gaza stríðið, reyndu að horfa fram hjá áróðri gyðingahatursins og mundu hver það var í raun og veru sem byrjaði þetta stríð.“

 

Vegna þess að:

Það var ekki Shani.

Það var ekki Ísrael.

Það var Hamas.

 

 

One Comment on “Hvíl í friði Shani Louk – bréf til aðdáenda Hamas”

  1. Það er alveg sama hvernig greinarhöfundur reynir að réttlæta morð á börnum, það mun ekki breyta því að Ísrael er vondi aðilinn í þessu. Ísrael á sér engan tilverurétt ólíkt gyðingum. Að mótmæla morðum Ísraels á börnum er ekki stuðningur við aumingjana í Hamas. Það er enginn munur á stjórnendum Hamas og stjórnvöldum í Ísrael. Allt siðlausir glæpamenn sem eiga að sitja í fangelsi til æviloka.

Skildu eftir skilaboð