Valdhafar í Þýskalandi er dauðhræddir við þann árangur sem íhaldsflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland „Alternative fur Deutschland” AfD, er að fá í skoðanakönnunum. Núna hefur hópur aðgerðarsinna birt stutta áróðurskvikmynd sem varar við því, hvernig Þýskaland muni líta út ef AfD ynni kosningar. Hrunadansinn er gegnumgangandi þema.
Áróður valdhafa ESB gegn fullveldissinnum og andstæðingum íbúaskipta, er að reyna að telja fólki trú um hversu mikil ógn stafi af þessum aðilum. Þeir „ógna lýðræðinu og hinum góða samræðutóni og öryggi og tilveru alls samfélagsins.” En valdhafa og almenning greinir á um hvað lýðræðið sé: Valdhafar koma á ritskoðun og fasískum stjórnarháttum sem eru ekki það lýðræði sem kjósendur vilja hafa. Valdhafar stefna öllum stjórnarháttum í eina risa valdamiðstöð alheimsstjórnar í heiminum sem tekur ákvarðanir fyrir jarðarbúa burtséð frá því hvað stjórnarskrár lýðræðislegs réttarfars einstakra þjóðríkja segja.
Allsherjarhrun ef AfD vinnur
Hópur aðgerðarsinna og kvikmyndagerðarmanna í Þýskalandi hefur framleitt kvikmynd sem sýnir Þýskaland, þar sem íhaldsmenn hafa völdin. Myndin „Amma, hvað var Þýskaland eiginlega?” (Oma, was war nochmal dieses Deutschland?) er 3,5 mínútna myndskeið gert með gervigreind þar sem allt er gert til að lýsa hversu „hræðilegt“ það væri ef íhaldsmenn sigruðu í Þýskalandi.
Þetta er heimur eftir allsherjarhrun með niðurníddum byggingum, rusli alls staðar, gróði vöxnum byggingum, þornuðum ám og fleira. Allt þetta á að vera afleiðing þess að þjóðernisflokkurinn „hinir bláu” með vísun til auðkennislitar AfD, hafi náð völdum og rekið alla innflytjendur úr landi.
Titill myndarinnar kemur frá því, að stúlka spurði ömmu sína hvað Þýskaland væri. Innflytjendunum hefur verið vísað úr landi og í kjölfarið eru Þjóðverjar farnir að yfirgefa landið, því ekkert er eftir.
One Comment on “Furðuleg hryllingsmynd á að stöðva vegferð Valkosts Þýskalands”
Þetta er örvæntingarfullur hræðsluáróður vinstri-klikkhausana og valdaelítunnar.