Nálgunarbann á mannréttindi og málfrelsi

Gústaf SkúlasonFósturvísamálið, Innlendar1 Comment

Þau hjónin Hlédís Sveinsdóttir og Gunnar Árnason hafa frá óskemmtilegri reynslu að segja varðandi mál sitt sem í upphafi ríkti fullt traust um, þegar þau leituðu sér læknisaðstoðar við að eignast barn. Allt gekk eðlilega til – fannst þeim – og þau treystu læknum og forráðamönnum fyrirtækisins Art Medica, sem aðstoðaði við tæknifrjóvgun. Þetta var á árunum 2008-2010 og það var ekki fyrr en árið 2015, þegar Hlédís lá á gjörgæsludeild Landsspítalans, að yfirlæknir Landsspítalans Bjarni Torfason spurði hana út í allar heimssóknir í sjúkraskýrslu hennar, sem Hlédís og Gunnar ákváðu að kíkja á skýrslurnar og þá hófst það ferli sem í dag einkennist af beinum afskiptum lögreglu höfuðborgarsvæðisins sem reynir að þvinga hjónin til að skrifa undir yfirlýsingu um að fella niður málið. Jafnframt hótar lögreglan blaðamanni Fréttarinnar fjögurra ára fangelsi ef hann skrifi ekki undir yfirlýsingu um að hætta frekari skrifum um málið. Hér er um grófa aðför að mannréttindum og málfrelsi að ræða.

Þriðja „nálgunarbannið“

Í nýju viðtali við Fréttin.is sögðu þau frá heimsókn lögreglunnar í vikunni sem enn á ný reynir að setja þau í svo kallað nálgunarbann gegn hluta þeirra einstaklinga sem þau höfðu áður sent bréf með ósk um dna greiningu til að fá úr skorið, hvort verið gæti að börn þeirra væru til komin með fósturvísum sem tæknifyrirtækið Art Medica gat ekki gert þeim hjónum grein fyrir  hvernig höfðu horfið. Lögmaður þessara einstaklinga er Eva Bryndís Helgadóttir sem samtímis er lögmaður tæknifrjóvgunarfyrirtækisins sem ber ábyrgð á dularfullu hvarfi fósturvísanna!

Er það lyginni líkast að lesa uppskáldaðar dylgjur þessa lögmanns sem sendi bréf til lögreglunnar sem „grundvöll“ fyrir fyrsta nálgunarbanni þeirra hjóna ár 2023. Bréfið má lesa hér að neðan ásamt „sýnishornum“ af furðulegum bréfum sem Eva Bryndís fullyrðir að hjónin hafi sent til fjölda manns út í bæ. Er um algjöran tilbúning að ræða og með eindæmum að lögreglan skuli láta hafa sig að viðgangast slíkan rógburð án undangengis efnislegrar meðferðar í dómstól. Ekki bætir það úr skák að einn þeirra, sem sagður er hafa verið móttakandi bréfs hjónanna hefur verið látinn í fimm ár og hvernig lögmaðurinn Eva Bryndís Helgadóttir náði sambandi við hann til staðfestingar á að það voru Gunnar og Hlédís sem sendu honum bréfið verður líklega einungis á færi miðils að leiða í ljós.

Eitt bréfanna sem lögmaður tæknifrjóvgunarfyrirtækisins segir að Gunnar og Hlédís hafi sent til „fjölda manns.“

Annað dæmi um bréf sem hjónin eru ásökuð um að hafa skrifað til „fjölda manns“

 

Þriðja dæmið um bréf sem hjónin eru ásökuð um að hafa sent til „fjölda manns.“

Að sjálfsögðu segir lögmaður tæknifrjóvgunarfyrirtækisins, að enginn fótur sé fyrir grennslan Hlédísar og Gunnars um afdrif 19 fósturvísa, sem þau fengu fyrst að vita um 12 árum! eftir að þeir voru gerðir, þrátt fyrir lög sem segja að ekki megi búa til fósturvísa né eyða nema með samþykki og leyfi viðkomandi.

Lýst sem stórhættulegum glæpamönnum sem geta gripið til „örþrifaráða“

Málflutningur Evu Bryndísar er yfirgengilegur og þeim Hlédísi og Gunnari lýst sem stórhættulegum glæpamönnum, skólum gert viðvart og lögreglan beðin um aðstoð til að koma í veg fyrir að þau hjónin grípi til „örþrifaráða.“ Fullyrðir lögmaðurinn án nokkurrar DNA rannsóknar, að þau börn sem um ræðir séu engan veginn tengd hinum horfnu fósturvísum. Ef lögmaðurinn getur séð gen fólks með berum augum er hún í sama flokki sjáenda og Greta Thunberg en móðir hennar hefur fullyrt að hún „sjái koltvísýring“ í andrúmsloftinu.

Einnig voru skelfingu lostnir og hræddir aðilar ekki meira hræddir við kvalara sína en það að tveimur dögum fyrir yfirheyrslu lögreglunnar í vikunni komu skyndilega vinarbeiðni frá þeim á Facebook til ógnvalda sinna og eltihrella. Hlédís segir frá því, hvernig mynd af henni í rauðum kjól á svölum sem hún birti á Facebook hafi hrellt fólk og einnig ummæli hennar um fóstureyðingar sem voru til umræðu í samfélaginu.

Er Ísland að breytast í lögregluríki?

Aðfarir lögreglunnar án dómsúrskurðar og hótanir til að reyna að fá viðkomandi til að hætta aðkomu að málinu gefur tilefni til að spyrja, hvort Ísland sé að breytast í lögregluríki? Getur hver sem er beðið lögregluna um að setja einhvern í nálgunarbann sem horfir skakkt á viðkomandi í gegnum símann? Er lögreglan farin að taka afstöðu í deilumálum einkaaðila og framkvæma refsiaðgerðir án dóms og laga?

Allir eiga rétt á því að vera saklausir, þar til sekt hefur verið sönnuð. Engin slík sönnun liggur fyrir í máli þeirra Hlédísar og Gunnars og heldur ekki í máli Halls Hallssonar blaðamanns. Það er því nokkuð ljóst, að að svokallað nálgunarbann á hluta þeirra einstaklinga sem hafa fengið vinsamlegar fyrirspurnir og beiðni frá hjónunum hefur lítið með málið að gera. Í raun þekkja þau viðkomandi ekki neitt og hafa aldrei hitt. Enn fáránlegra verður slíkt bann á blaðamann á Akureyri sem bannað verður að nálgast fólk í Reykjavík sem hann hefur aldrei verið í sambandi við, hitt eða þekkir neitt. Lögreglan er að reyna að þagga niður málið án þess að dómsstóll hafi tekið það til efnislegrar meðferðar. Sú þöggun er í raun nálgunarbann á lögvarin mannréttindi og sjálft málfrelsið.

Hlustið á þáttinn á myndskeiðinu hér að neðan:

Hér neðar má sjá kærubréf lögmannsins sem lögreglan grundvallar þöggunartilraunir sínar á:

Bref EBH1

 

 

 

One Comment on “Nálgunarbann á mannréttindi og málfrelsi”

  1. Ég hugsa að ég yrði nú aldeilis pirraður ef Jón og Gunna út í bæ færu að halda því fram að þau en ekki ég væru foreldrar barnanna minna. En ef málið væri vaxið eins og þetta mál virðist vera, með öllum sínum undarlegu tilviljunum, þá myndi ég finna til með þeim, þrátt fyrir allan pirring, og láta leiða þeim fyrir sjónir – á þann eina hátt sem er algjörlega óvefengjanlegur – að þau hefðu rangt fyrir sér. Að því tilskildu að ég þyrfti aldrei að heyra frá þeim aftur. Um leið hefði ég sjálfur í höndunum fullkomið bevís um faðerni minna barna. Svona ef ske kynni að einhverjum öðrum dytti sama fjollerí í hug síðar. Enginn yrði fegnari en ég, úr því sem komið er, að fá þessar efasemdir þurrkaðar út, í eitt skipti fyrir öll. En allra síst færi ég að siga lögfræðingum og lögreglu á Jón og Gunnu, þetta óhamingusama, villuráfandi fólk, sem haldið er vondri meinloku. – Að einmitt það skuli vera gert, finnst mér ekki vera traustvekjandi, heldur grunsamlegt.

Skildu eftir skilaboð