Í betri stofunni með Þórhildi Sunnu

Hallur HallssonFósturvísamálið, InnlendarLeave a Comment

Hallur Hallsson, blaðamaður

Í Kastljósi fjallaði pírínan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins um ofsóknir bandarískra stjórnvalda gegn blaðamanninum Julian Assange. Hún heimsótti Assange í Belmarsh fangelsi í Lundúnum á dögunum. Assange er sakaður um njósnir fyrir að afhjúpa bandaríska stríðsglæpi. Assange stundaði blaðamennsku af fádæma hugrekki. Um þetta erum við flest sammála og tökum til varna fyrir Assange. „Það er auðvitað verulegt áhyggjuefni þegar ríki eins og Bandaríkin seilast það langt til að fá mann framseldan til Bandaríkjanna fyrir að uppljóstra um glæpi þeirra,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sem fór í betri stofuna í Kastljósi og lét ljós sitt skína innvígð og innmúruð. Hún kveðst vera að vinna skýrslu fyrir Evrópuráðið. Píratar og Evrópuráðið standa með blaðamennsku, bara ekki á Íslandi ef ég skil Tótu pírínu rétt.

Mannréttindi og Tóta Pírína
Ég hef fjallað um hið alvarlega „fósturvísamál.“ Lögreglan í Hafnarfirði sendi sveit norður yfir heiðar til þess að hrella karlinn sem grunaður er um hegningarlagabrot fyrir „umsáturs-einelti“ sem er lagagrein beitt í fyrsta sinn á Íslandi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu LRH neitar að afhenda lögmanni mínum Skúla Sveinssyni málsgögn um sakarefni. Um kæruefni er ofinn leyndarhjúpur. Virðulegt ættarnafn lögreglumannsins var leyndarmál en í ljós kom að hann er Thoroddsen náfrændi Kötu-litlu Thoroddsen. Þetta er ekki hægt að skálda. Þegar kemur að ofsóknum og yfirheyrslum lögreglu yfir mér, Halli Hallssyni blaðamanni þá verður Tóta pírína þögul; hlustar ekki, sér ekki, talar ekki.
Tótu pírínu, hinum íslenska formanni Evrópuráðsþingsins, hafa verið kynnt mannréttindabrotin á hjónunum Gunnari Árnasyni og Hlédísi Sveinssyni en hefur kosið að þegja og þagga. Hún kýs að upplýsa börnin ekki um uppruna sinn, grundvallar mannréttindi hvers einstalingsins. Tóta Pírína kýs að vita ekki þegar hentar. Mannréttindabrot á íslenskum borgurum þarf ekki að taka til umræðu á Alþingi og alls ekki í betri stofu RÚV. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður og formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins er að vinna skýrslu.

Skildu eftir skilaboð