Spáir nýju fjármálakerfi í heiminum – Ekki selja bústaðinn

Gústaf SkúlasonInnlendarLeave a Comment

Elítan og stóru fyrirtækin vinna að því að gera venjulegt fólk að leigjendum í staðinn fyrir að eiga húsnæði

Nettavisen skrifar frá Norður-Karólínu í Bandaríkjunum: Carol Roth segir við Nettavisen að ástandið sé skelfilegt. Sífellt færri telja sig hafa efni á að eiga húsnæði. Þetta gerist ekki bara í Bandaríkjunum, heldur út um allan heim. Carol Roth er yfirlýstur kapítalisti og baráttumaður lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

Þegar hún heyrði í fyrsta sinn, að spá World Economic Forum, WEF, fyrir árið 2030 væri að fólk „ætti ekki að eiga neitt en vera hamingjusamt“ hélt hún að það væri samsæriskenning. En eftir smá athuganir ásamt langri reynslu í fjárfestingum fór Roth að hafa áhyggjur. Hún segir:

„Það eru hlutir sem koma fram sem við höfum aldrei haft áhyggjur af áður. Snemma á ferlinum voru mikilvægustu drifkraftarnir á markaðnum hver afkoma fyrirtækisins væri og hvers konar verðmætasköpun fyrirtækið framleiddi. Núna er talað um hvað seðlabankarnir eru að gera og ákvarðanir um peningastefnu.“

Stríðið við nýju fjármálastjórnina

Árið 2023 gaf hún út bókina „Þú munt ekki eiga neitt: Stríðið við nýju fjármálastjórnina og hvernig á að slá til baka“ (You Will Own Nothing: Your War with a New Financial World Order and How to Fight Back.) Þetta er viðvörun til „venjulegs fólks“ sem dreymir um að eignast eigið húsnæði og skapa verðmæti. Carol Roth skrifar:

„Það er að koma stríð. Alþjóðlegt stríð. Þér gæti dottið þriðja heimsstyrjöldin í hug sem einnig er hugsanlegt, þegar þetta er skrifað. En ég er að tala um fjármálastríð, þar sem þú ert „fu****“ (ritstj.:tekin aftan frá).

Ekki selja bústaðinn þinn til Wall Street!

Að mati Roth vinna elítan, stóru tæknifyrirtækin og öflug samtök að því að koma á samfélagi þar sem þau ætla að eiga allt á meðan almúginn á götunni á ekki að eiga neitt. Sóst er eftir auði þínum, eigum þínum, frelsi þínu og félagslegri stöðu í samfélaginu. Þú verður því að undirbúa þig fyrir slaginn.

„Í augnablikinu keppir venjulegt fólk við fjárfesta á Wall Street sem hafa alla vasa fulla fjár, vegna þess að þeir hafa haft aðgang að ódýru fjármagni í fimmtán ár. Ég segi við fólk: Ekki selja húsið þitt til Wall Street! Seldu það til annarrar fjölskyldu. Ef ekki, þá hverfur það úr eigum þínum að eilífu.“ 

Ameríski draumurinn er ekki lengur til sölu

Stöðugt fleiri þurfa að leigja ameríska drauminn í stað þess að eiga ameríska drauminn. Roth telur að ferlinu hafi verið flýtt meðan á heimsfaraldrinum stóð.

„Þetta var mesta tilfærsla auðs frá venjulegu fólki til hinna ríku. Fyrst þeir hafa gert það og eru tilbúnir til að gera það, hvað annað er þá ekki í gangi?“

Roth bendir á, að þegar Covid-19 herjaði af fullum krafti, þá einblíndu stjórnmálamennirnir á að bjarga hlutabréfamarkaðnum. Seðlabankinn var fljótur að koma með umfangsmiklar kreppuaðgerðir eftir að nokkur lönd lokuðu.

„Það er undarlegt. Þú hefur alla þessa hluti í gangi og fyrsta áhyggjuefnið er „hvað eigum við að gera til að bjarga Wall Street?“

Sjáðu hvar elítan geymir peningana sína. Þeir munu alltaf bjarga sér. (Mynd: Yuki Iwamura).

Í byrjun júní 2020 gátu fjárfestar á Wall Street glaðst yfir nýju meti fyrir Nasdaq vísitöluna.

Ekki sérstaklega heillandi fólk

„Hvers vegna ættu kjörnir stjórnmálamenn að vilja okkur svona illt Ég bar vitni fyrir þinginu í síðustu viku og ég hef lært meira um stjórnmálakerfið okkar að undanförnu. Þetta er ekki sérstaklega heillandi fólk sem við erum að tala um. Fólk er valið á grundvelli vinsældakeppni. Enginn með fullu viti myndi vilja þetta starf. Þeir búa til hluti um þig og ráðast á fjölskyldu þína. Þú getur ekki gert neitt að ráði. Þú færð heldur ekki mjög vel borgað miðað við það sem þú getur fengið greitt annars staðar. Fólkið sem þú situr uppi með er ekki fólkið sem heillar mest.“

Svo ef málum er þannig háttað, að elítan vinnur gegn hinum almenna manni eða konu á götunni, hvað eigum við að gera?

„Ég held að sumir finni til hjálparleysis gagnvart þessum stóru stofnunum vegna þess, að þær eru svo stórar og svo erfitt að koma við þær. Það er erfitt að berjast á móti stórum vogunarsjóðum og Wall Street.“

Roth bendir á að „þekking er máttur:“

„Eigðu fjölbreytt eignasafn. Eigðu bústaðinn. Eigðu áþreifanlegar eignir eins og góðmálma. Þú verður að undirbúa þig að skipta út lúxus núna fyrir fjárhagslegt frelsi í framtíðinni.“

Fylgist með því sem elítan er að gera

Margir Bandaríkjamenn falla fyrir þeirri freistingu að leigja hjá stóru fasteignarisunum í Bandaríkjunum sem bjóða upp á sundlaugar, líkamsræktarstöðvar og bari í íbúðasamstæðunum. Það er verið að selja þér lúxus lífsstíl, segir Roth. En hvað kostar hann?

„Þú átt hann ekki. Þú verður að gefa eitthvað til að eiga. Þú gætir kannski ekki búið á draumastaðnum þínum, en með tímanum færðu meira af því sem þú vilt. Fylgist með því sem elítan er að gera.“

Caro Roth segir að lokum:

„Skoðið hvar elítan hefur peningana sína. Þeir munu gera allt sem þarf til að tryggja að þeir komist á toppinn. Ekki hlusta á það sem þeir segja, horfið á það sem þeir gera og gerið það sama. Ef þeir eiga peninga á hlutabréfamarkaði og peninga í fasteignum þá munu þeir verja það. Þið getið huggað ykkur með það.“

Skildu eftir skilaboð