Boðið upp á fjórðu sprautuna í Höllinni í dag – Alma og Þórólfur bólusetja fyrstu tuttugu sem mæta

frettinInnlendar5 Comments

Vegna mikillar eftirspurnar og áframhaldandi smita í samfélaginu, hefur Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, nú boðið öllum landsmönnum sem vilja, að mæta í Laugardalshöllina í dag á milli kl. 13-20 til að fá fjórða skammtinn af Covid bóluefninu. Mikið er til af efninu sem þyrfti að koma út sem fyrst,  því nýtt bóluefni við ómíkron afbrigðinu er væntanlegt á næstu mánuðum.

Talið er að fjórða sprautan veiti 58% vernd gegn ómíkron og 27% vernd gegn undirafbrigði ómíkron sem er rétt handan við hornið.

Til að fá sem flesta í Höllina í dag til að klára bóluefnið sem brátt rennur út, ætla Alma Möller landlæknir og Þórólfur Guðnason sjálf að bólusetja fyrstu 20 manns sem koma. Það er því um að gera að mæta stundvíslega.

Kaffi og meðlæti í boði á staðnum og róandi gítartónlist.

Mætið í stuttermabol!

5 Comments on “Boðið upp á fjórðu sprautuna í Höllinni í dag – Alma og Þórólfur bólusetja fyrstu tuttugu sem mæta”

  1. Ha ha það er svo gaman að láta sprauta sig.. sem betur fer aprílgabb 😉

  2. Hahaha! Ég gleypti alveg við þessu! Þetta lið er líka búið að vera bulla á sömu nótunum í rúm 2 ár! Ég hugsaði bara með mér að núna væru þau orðin gjörsamlega sturluð. Sniðugt Apríl gabb. 😀

  3. 1. Apríl Gabb 2022 er í boði Pfizer þar sem öryggið er ávallt í fyrirrúmi.

Skildu eftir skilaboð