Geir Ágústsson skrifar:
Í Úkraínu og fleiri ríkjum Austur-Evrópu, þar á meðal Rússlandi, starfa öflugar, vopnaðar, óvægnar og á köflum vinsælar hreyfingar nýnasista. Þær fá ekki núll komma eitthvað prósent atkvæða þegar þær bjóða sig fram til þings. Nei, þær fá stundum vænan skerf atkvæðanna. Þetta þykir ekki fréttnæmt en ímyndið ykkur að yfirlýstur nýnasistaflokkur fengi 10% atkvæðanna í Alþingiskosningum. Það er meira en flestir flokkar fá í dag! Myndi þá einhver tala um að nýnasismi væri vinsæll - jafnvel landlægur - á Íslandi? Ég er hræddur um það.
En við skulum ekki minnast á slíkt ástand í Úkraínu. Eða eins og danskur blaðamaður komst að orði (í hressandi hreinskilni):
For vi skal selvfølgelig ikke negligere, at der er højreekstreme elementer i Ukraine – ligesom der i øvrigt også er i Rusland. Men vi skal være meget bevidste om ikke at spænde os selv for Putins propagandavogn.
Lausleg þýðing:
Því við skulum auðvitað ekki hunsa að það eru öfgahægrihreyfingar í Úkraínu - líkt og í Rússlandi vel á minnst. En við skulum vera mjög meðvituð um að draga ekki áróðursvagn Pútíns.
Já, þeir eru þarna, nýnasistarnir, en ef við ræðum það þá gerumst við málpípur Pútíns!
Er það nú blaðamennska!
Þetta er ígildi þess að segja: Við ætlum að þegja eitthvað í hel.
Er það trúverðugur fréttaflutningur?
Miklu nær ætti að fjalla ítarlega um fjölmargar hreyfingar nýnasista í Úkraínu og útskýra hlutverk þeirra, sögu og vægi og hlutverk þeirra í dag í baráttunni gegn innrás Rússa. Séu þær í raun áhrifalausar og fámennar þá má draga þá ályktun byggða á staðreyndum og sagnfræði og grafa þannig undan málflutningi Pútíns. Að þegja eitthvað í hel gerir ekkert nema rýra traust á fjölmiðlum og er það ekki mikið fyrir.
Annars þarf maður að passa sig þegar ásakanir um að vera málpípa rússneskra yfirvalda og óskir um hægan dauða og vonda vist eftir dauðann eru byrjaðar að berast manni í tölvupóstum. Eða hvað?
One Comment on “Tölum ekki um nýnasistana í Úkraínu”
Það er ekkert skrýtið að skoðanafasistar séu tilbúnir að sökkva á vagninn með nýnasistum í Úkraínu enda í grunninn er þankagangur þessara tudda runninn af sama meiði.
Góð grein hugaðs manns. Heyr heyr