The New York Times setur fyrirvara við myndir af fjöldamorðunum í Bucha

frettinErna Ýr Öldudóttir1 Comment

Erna Ýr Öldudóttir:

Það virðist hafa vakið athygli eins þekktasta blaðamanns heims, Glenn Greenwald, að The New York Times setti fyrirvara við hvorttveggja myndir og opinberar yfirlýsingar úkraínskra embættismanna um morðin í úkraínska þorpinu Bucha. Morðin hafa vakið uppnám og hneykslun víða, og svo virðist sem rússneskar hersveitir eigi að bera ábyrgðina án frekari athugunar.

Uppfærslan birtist á fréttarás blaðsins um Úkraínustríðið þann 2. apríl sl., þar sem fjallað er um þetta atvik.

Annarsvegar segir blaðið að rússneskir embættismenn hafi enn ekki svarað fyrir atvikið í Bucha, og í framhaldinu:

„The New York Times gat ekki fengið hlutlausa staðfestingu á ásökunum úkraínska varnarmálaráðuneytisins og annarra embættismanna.“

Hinsvegar segir blaðið, eftir að hafa birt ljósmynd sem sýnir þrjá látna í Bucha, frá frönsku fréttastofunni Agence France-Presse:

„Aðrar myndir í dreifingu á samfélagsmiðlum - m.a. frá einingu innan ráðuneytis opinberra upplýsinga í Úkraínu - eiga að sýna fleiri hópa látinna almennra borgara í Bucha, þ. á m. einn sem var með hendur bundnar fyrir aftan bak. The [New York] Times tókst ekki að fá hlutlausa staðfestingu á myndinni.“

Greenwald tísti snemma í dag, þar sem hann hrósar blaðinu:

Alveg öfugt við twitter-sérfræðingana sem æstir eru í að hefja Þriðju heimsstyrjöldina, með því að reyna beita tilfinningauppnámi til að krefjast þess að Bandaríkin fari í stríð við Rússland - vegna samhengislausra og óstaðfestra ljósmynda og myndbanda sem eru í dreifingu af úkraínskum stjórnvöldum, þá gerir NYT lofsverðar kröfur.“

Hann bjó til þráð við tístið þar sem hann lýsir m.a. áhyggjum af því að stefna eigi tveimur kjarnorkurisaveldum í styrjöld, á grundvelli óstaðfestra upplýsinga og tilfinningauppnáms.

Í millitíðinni hafa rússnesk stjórnvöld hafnað fullyrðingum um voðaverk herdeilda sinna í Bucha á Telegram rás sinni í dag, og kallað það „falsfréttir“, en The New York Times greindi frá þessu í dag.

One Comment on “The New York Times setur fyrirvara við myndir af fjöldamorðunum í Bucha”

  1. ÉG BARA SPYR. 🚩Af hverju tók það bæjarstjóra Bucha 3 daga að finna fólkið sem Rússar áttu að hafa framið voðaverkin á meira að segja þá sem skildir voru eftir á götunum?….. Prufið bara að GOOGLA OG SJÁIÐ DAGS.
    Falskur fáni?

Skildu eftir skilaboð