Eftir Pál Vilhjálmsson blaðamann og kennara:
„Þýska leyniþjónustan áætlar að Úkraínuher telji 30 þús. manns, þar af 15 þús. í bardagasveitum. Herinn er illa þjálfaður, liðhlaup eru tíð og búnaður lélegur. Frankfurter Allgemeine segir þessar fréttir og bætir við: þegar núverandi forseti Úkraínu tók við í júlí 2014 sagðist hann engan her eiga.“
Efnisgreinin hér að ofan var skrifuð fyrir sjö árum, í febrúar 2015. Á þessum sjö árum hefur Úkraínuher tekið stakkaskiptum. Í 40 daga og rúmlega það stendur hann upp í hárinu á rússnesku innrásarliði sem telur um 200 þúsund hermenn.
Hvernig getur lélegur lítill her orðið svo sterkur að hann heldur sínu gegn einu helsta herveldi heimsins? Jú, með utanaðkomandi hjálp. Nató hefur þjálfað og vopnað úkraínska herinn á liðnum árum.
Fyrir heimsfriðinn er best að Úkraína sé hlutlaust land til langframa. Hvers vegna fjárfestir Nató yfir langan tíma gríðarlega fjármuni í her ríkis sem á að heita hlutlaust?
Nú, auðvitað, Úkraína er verkfæri Nató til að berja á Rússum. Úkraína er leiksoppur vestrænna ríkja og hefur lengi verið.
Hvers vegna eru Rússar óvinir Nató?
Jú, til að hernaðarbandalag þrífist þarf það óvini. Döh.