Á laugardagskvöldið, 9 apríl, þrammaði 100 manna hópur ungra Palestínumanna að grafhýsi Jósefs í Nablus og brenndu og brutu það sem þeir gátu áður en þeir voru reknir á brott. Slíkt hefur gerst a.m.k. tvisvar eftir að Palestínska heimastjórnin tók við umsjón staðarins árið 2000. Jósef þessi er sá er við þekkjum úr biblíusögunum. Bræður hans seldu hann í þrældóm til Egyptalands þar sem hann komst til metorða hjá Faraó. Gyðingum er ekki bannaður aðgangur að grafhýsinu en skipuleggja þarf ferðir þeirra í samvinnu palestínsku lögreglunnar og Ísraelshers. Samkvæmt Ynet var svo næsta morgun skotið á bíl tveggja gyðinga er ætluðu að skoða skemmdirnar án fylgdar. Þeir særðust en ekki alvarlega. Skömmu eftir skotárásina réðust palestínsk ungmenni aftur inn í grafhýsið til að skemma það sem þau gætu.
Margir ísraelskir stjórnmálamenn kröfðust þess að Ísraelsríki fengi að sjá um endurbæturnar en stjórnandi Nablus, Ibrahim Ramadan sem tilheyrir Fatah, vill ekki láta umsjón staðarins af hendi og sagði að það væri skylda Palestínsku heimastjórnarinnar að laga það sem unglingarnir hefðu skemmt. Ynet hafði eftir honum að Nablus væri sameiginlegur staður íslam, kristni og gyðingdóms undir merkjum friðar og umburðarlyndis.
Grafhýsi Jósefs ætti að geta verið sameiningartákn því heill kafli í Kóraninum (sá tólfti) er tileinkaður honum er er sagan er við þekkjum þar rekin frá a til ö. Þó að arabar reki ekki ættir sínar til Jósefs, heldur til frænda hans Ísmaels þá hefur það greinilega verið talinn nægur skyldleiki til að Jósef væri látinn njóta virðingar. Kannski ættu þeir er ráðast á grafhýsi hans líka að rífa og brenna 12. kaflann úr Kóraninum sínum.
Margir ísraelskir stjórnmálamenn kröfðust þess að Ísraelsríki fengi að sjá um endurbæturnar en stjórnandi Nablus, Ibrahim Ramadan sem tilheyrir Fatah, vill ekki láta umsjón staðarins af hendi og sagði að það væri skylda Palestínsku heimastjórnarinnar að laga það sem unglingarnir hefðu skemmt. Ynet hafði eftir honum að Nablus væri sameiginlegur staður íslam, kristni og gyðingdóms undir merkjum friðar og umburðarlyndis.
Grafhýsi Jósefs ætti að geta verið sameiningartákn því heill kafli í Kóraninum (sá tólfti) er tileinkaður honum er er sagan er við þekkjum þar rekin frá a til ö. Þó að arabar reki ekki ættir sínar til Jósefs, heldur til frænda hans Ísmaels þá hefur það greinilega verið talinn nægur skyldleiki til að Jósef væri látinn njóta virðingar. Kannski ættu þeir er ráðast á grafhýsi hans líka að rífa og brenna 12. kaflann úr Kóraninum sínum.