Zelensky getur nú fagnað því að Viktor Medvedchuk, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og leiðtogi næst stærsta flokksins á Úkraínuþingi; "For life", komst aftur undir manna hendur 12. apríl en hann strauk úr stofufangelsi sínu er innrás Rússa hófst. Zelensky er sagður ætla að bjóða Rússum hann í fangaskiptum. Medvedchuk hafði verið í stofufangelsi frá því í maí 2021 ásakaður um landráð (vináttu við Pútin). Í febrúar það ár lét ríkisstjórnin loka þrem sjónvarpsstöðum sem viðskiptafélagi hans, Taras Kozak, hafði keypt 2018-19. Einnig var hlutur Medvedchuk í gasleiðslunni frá Rússlandi þjóðnýttur í fyrra.
Hinn 8. október síðastliðinn bættust við fleiri kærur um landráð og aðstoð við hryðjuverkamenn vegna meintrar þátttöku í þeirri ólöglegu gerð að kaupa kol frá Donbasshéraði 2014-15. Poroshenco, fyrrum forseti og helsti keppinautur Zelensky um forsetaembættið 2018 var einnig ásakaður um hið sama - að kaupa kol frá uppreisnarseggjunum í Donbass og nota til þess opinbera sjóði 2014-2015. Fréttadeild viðskiptablaðsins Bne intellinews segir frá hremmingum Medvedchuks sem nú hefur hvorki frelsi né flokk því Zelensky lét leggja alla stjórnarandstöðuflokka niður.
Áhrifasvæði Obama
Yanukovych hafði flúið land hinn 22 febrúar 2014 og innan við mánuði síðar undirritaði Obama forsetatilskipun um refsiaðgerðir gegn þeim sem græfu undan lýðræði og stofnunum Úkraínu; ógni þar friði, öryggi, stöðugleika og Úkraínu sem óskiptri heild auk þess að taka til sín óhóflega mikið af auði landsins. Áður hafði hann skrifað upp á refsiaðgerðir gegn tveim leiðtogum aðskilnaðarsinna á Krímskaga en einnig gegn umræddum Viktor Medvedchuk, fyrrum starfsmannastjóra forsetans, og gegn burtflæmdum forseta, Viktor Yanukovych.
Það voru reyndar Victoria Nuland (sem nú fer land úr landi til að afla Zelensky stuðnings) og bandaríski sendiherrann í Úkraínu sem skipulögðu að koma Yanukovych frá 2014 og ógnuðu þar með "friði, öryggi, stöðugleika og Úkraínu sem óskiptri heild." Obama virðist hafa litið á Úkraínu sem sitt svæði. Með hvaða rétti er ekki ljóst.