Bandaríkjamanns í Úkraínu saknað – flutti fréttir af „hinni hlið“ stríðsins

frettinInnlendar1 Comment

Ekkert hefur spurst til Gonzalo Lira López, 54 ára gamals Bandaríkjamanns/Chilebúa frá því á föstudaginn 15. ápríl. Hann hefur búið í Úkraínu í mörg ár og flutt fréttir af „hinni hlið málsins“ frá Kharkiv síðan stríðið hófst.

Hann átti að koma fram í George Galloway spjallþættinum í gær 17. apríl en mætti ekki og ekki náðist í hann.

Gonzalo setur fram aðra mynd af Úkraínustríðinu, mynd sem stangast á við hinn almenna söguþráð um stríðið. Hann safnaði tugþúsundum fylgjenda sem vildu heyra aðra hlið málsins.

Gonzalo vissi hins vegar að hann væri að hætta lífi sínu, ekki bara með því að segja fréttir frá Úkraínu, heldur frá einni af höfuðstöðvum nasista, sem er Kharkiv.

Helstu fjölmiðlar uppgötvuðu Gonzalo fljótlega og þann 20. mars 2022 birti dagblaðið Daily Beast grein um Gonzalo þar sem hann var kallaður „pro-Pútín svindlari.“

Gonzalo sagði að ef eitthvað kæmi fyrir sig þá lægi sökin hjá Daily Beast.

Þann 28. mars birti hann einnig lista yfir nöfn, handtekinna eða myrtra blaða-og stjórnmálamanna og sagði: „ef þið heyrið ekki frá mér í 12 klukkustundir eða lengur, sejið nafn mitt á þennan lista.

Fréttin birti upptöku frá Gonzalo stuttu eftir innrásina í Úkraínu þar sem hann segist óttast um líf sitt en óttist þó ekki að verða drepinn af Rússum eða úkraínsku stjórninni heldur að verða skotinn niður af glæpagengjunum sem nú gangi laus, þungbúin vopnum í borginni Kiev. Gonzalo sagði Zelensky vera illan glæpamann og að Vesturlönd fjalli ekki um þessa hlið málsins. Hér má skoða upptökuna.


One Comment on “Bandaríkjamanns í Úkraínu saknað – flutti fréttir af „hinni hlið“ stríðsins”

Skildu eftir skilaboð