Ábyrg framtíð býður fram í Reykjavík

frettinInnlendarLeave a Comment

Efstu menn á lista Ábyrgrar framtíðar, skiluðu í liðinni viku inn framboðsgögnum til bæjar- og sveitarstjórnarkosninga í Reykjavík og var framboðið tekið gilt af yfirkjörstjórn. Jóhannes Loftsson, byggingarverkfræðingur og baráttumaður fyrir mannréttindum, lýðræði og valfrelsi einstaklinga, Anna Björg Hjartardóttir, framkvæmdastjóri og Ari Tryggvason, fyrrverandi heilbrigðisstarfsmaður, skipa eftstu þrjú sæti listans.

Framboðið hefur fengið sterkan stuðning og öflugt framlag stuðningsmanna. Ábyrg framtíð  kynnir alvöru lausnir fyrir Reykjavík, vel útfærðar og raunhæfar í framkvæmd. Stærstu stefnumálin má lesa um á www.abyrgframtid.is

Anna Björg sem býður sig fram í 2. sæti segir að útfærslur Jóhannesar Loftssonar byggingar- og efnaverkfræðing séu snjallar lausnir og á allt öðrum nótum en þekkst hefur, byltingarkennd sýn til lausna vanda borgarinnar.  Jóhannes hefur víðtæka verkfræðireynslu og kynnt sér vel lausnir sem geta gagnast her á landi og útfært miðað við okkar aðstæður. Hann hefur jafnframt skrifað tugir greina um borgarmál og mikilvægi flugvallarins.

Viðeyjarleiðin felst í að lögð eru í sjóinn stokkgöng frá Laugarnesi yfir í Viðey og áframhaldandi venjuleg göng sem koma upp í Kjalarnesi. Alla þessa leið tekur aðeins um 8 mínútur að keyra frá mið Reykjavík í Kjalarnes en þar er mikið byggingarland fyrir fjölbreytta byggð.  Viðeyjarstokkgöng eru leiðin sem heldur áfram frá Viðey upp í Geldinganes og leysir þar með af hólmi fyrsta áfanga fyrir Sundagöngin. Hægt verður að hafa umferð án umferðarljósa. Hvað varðar stokkgöngin út í Viðey sem eru fljótlögð og ódýr lausn verða innan þeirra ganga önnur stokkgöng fyrir hjólreiða- og göngufólk. Við þessa lausn opnast möguleiki fyrir Reykvíkinga hvort þeir vilji byggja upp útivistarsvæði í Viðey eða hafa ósnerta náttúru þar til að njóta. Þriðji möguleikinn er  byggð í Viðey.

Leysa þarf umferðarflæðið i Reykjavík sem er tregt og tafsamt og mengar mest við gatnamót. Á heimasíðu flokksin er útfærð lausn við umferðarvandanum og efling Reykjavíkurflugvallar á fjölbreyttari sviðum en verið hefur og hvernig auka má  tekjur Reykjavíkur með flugvellinum.

Listabókstafur flokksins er Y.

www.abyrgframtid.is

7. efstu á listanum:

  1. Jóhannes Loftsson
  2. Anna Björg Hjartardóttir
  3. Ari Tryggvason
  4. Birgir Eiríksson
  5. Helgi Örn Viggóson
  6. Sigríður Svavarsdóttir
  7. Gunnar Kjeld

Skildu eftir skilaboð