„Fjöldi vestrænna ríkja heldur áfram að „fylla“ Úkraínu af vopnum,“ segir í tilkynningu á facebooksíðu rússneska sendiráðsins í Reykjavík.
Þar segir einnig:
„Frá upphafi sérstakra hernaðaraðgerða Rússa þar sem tilgangurinn er að afvopna og eyða áhrifum nasista í Úkraínu hefur hernaðaraðstoð Bandaríkjanna við Kyiv farið yfir 2,5 milljarða Bandaríkjadala, þar á meðal nýlegur 800 milljón dollara hernaðaraðstoðarpakki. ESB hefur tilkynnt um 1,5 milljarða evra hernaðaraðstoð til Úkraínu.
Meðal þeirra ríkja sem taka virkan þátt í stuðning nýnasista í Úkraínu eru einnig Bretland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Tékkland, Slóvakía, Pólland og fleiri.
Á sama tíma lýsir talsmaður utanríkis- og öryggismálastefnu ESB, Peter Stano, því yfir að Evrópa sé skuldbundin til að finna diplómatíska lausn á ástandinu og heldur því fram að fleiri vopn þýði ekki meira stríð.
Það er augljóst að það eru engin rök í slíkri nálgun. Svo virðist sem hvorki Evrópa né Bandaríkin vilji frið í Úkraínu, nokkuð sem fær Kyiv til „að berjast til síðasta Úkraínumanns.“
Sérhver ábyrgur stjórnmálamaður sem og allir skynsamir menn geta ekki annað en haft áhyggjur af þeim möguleika að vopn sem flutt eru til Úkraínu lendi utan landamæra landsins. Sumir háttsettir embættismenn í Bandaríkjunum hafa viðurkennt að ekki sé hægt að rekja vopnasendingar og hergögn eftir að þau koma inn fyrir landamæri Úkraínu.
Vestrænu ríkin hunsa meðvitað hættuna á því að hluti af hergögnunum kunni að lenda á „svarta markaðnum“, í höndum vopnaðra glæpahópa og hryðjuverkasamtaka, ekki aðeins í Úkraínu, heldur einnig á öðrum stöðum í heiminum.
Því miður verðum við að segja það að Ísland „leggur sitt af mörkum“ til að tryggja að hernaðargögn berist til Úkraínu sem veldur því að stríðið muni dragast á langinn.
Samkvæmt því sem kom fram hjá Þórdísi Kolbrúnu R.Gylfadóttur utanríkisráðherra 4. apríl 2022 á mbl.is hefur Ísland skipulagt 13 flug á hergagnaflutningum frá Albaníu, Slóveníu, Ítalíu, Króatíu og Portúgal.
Við vonum að íslensk stjórnvöld geri sér grein fyrir ábyrgðinni á þeim neikvæðum afleiðingum sem slíkum aðgerðum fylgja. Við viljum vekja athygli á því að Rússar áskilja sér rétt til að líta á erlendan herfarm og búnað á yfirráðasvæði Úkraínu sem lögmætt skotmark.
Jafnframt viljum við benda á það að „dæla“ vopnum til stjórnvalda í Kænugarði mun ekki leiða til þeirrar niðurstöðu sem Vesturlönd stefna að. Markmið hinnar sérstöku hernaðargerða, að afvopna og eyða áhrifum nasista í Úkraínu, sem sett voru af rússneskum stjórnvöldum, mun örugglega nást.“
Tilkynning sendiráðsins:
2 Comments on “Rússar benda Íslendingum á ábyrgðina sem fylgir vopnaflutningum til Úkraínu”
Eiga þjóðir bara að horfa aðgerðarlausar á meðan Rússar murka lífið úr saklausu fólki?
Millilendingar með vopn og móttaka 1000 flóttamanna er kannski betra en ekkert, Ísland er bara svo lítið og áhrifalaust að það hefur nánast ekkert að segja í hinu stóra samhengi.
Það er hins vegar skammarlegt að sjá risa þjóðir eins og Kína dansa sinn línudans gagnvart Rússum og USA, þetta mikla veldi getur ekki tekið afstöðu vill ekki rugga bátnum en gæti auðvedlega haft áhrif á að stoppa þetta stríð.
Útþenslustefna NATO hefur aukið á spennu en það réttlætir ekki stríð, ekkert réttlætir stríð, það á að vera hægt að nota diplomatiskar lausnir en þar eru rússar ekki líklegir til mikils.
„Fjöldi vestrænna ríkja heldur áfram að „fylla“ Úkraínu af vopnum,“ segir í tilkynningu á facebooksíðu rússneska sendiráðsins í Reykjavík. – Rússar fylla Úkraínu af blómum og konfekti… eru þetta þakkirnar?