Eftir Geir Ágústsson:
760 einstaklingar létust á Íslandi á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt Hagstofu Íslands en 1.110 börn komu í heiminn hérlendis. Fleiri hafa ekki látist á einum ársfjórðungi frá því að Hagstofa Íslands byrjaði að birta tölur um andlát eftir ársfjórðungum, segir í umfjöllun Hagstofunnar.
Ef allir ársfjórðungar eru skoðaðir lítur myndin svona út:
Hvernig stendur á þessu? Var veturinn harður? Nei, það er hnattræn hamfarahlýnun í gangi, eða svo er mér sagt. Voru öll bóluefnin svokölluðu þiggjendum þess banvæn? Auðvitað freistandi spurning sem ég er viss um að einhver úthúðar mér fyrir að spyrja (og hvað þá fyrir að spyrja svona ögrandi í fyrirsögn). Tölur hagstofunnar eru ekki sundurliðaðar eftir aldurshópum en sumir telja að ungt fólk og sérstaklega íþróttafólk sé að deyja meira en áður því bóluefnin hafa eyðilagt í því hjartavöðvann. Kannast samt ekki við slíkar fréttir um skyndileg dauðsföll frá Íslandi, enda úrtakið agnarsmátt (óskiljanlegu hjartaáföllin hafa engu að síður átt sér stað á Íslandi). Enn er verið að rannsaka slíkt erlendis. Hið íslenska landlæknisembætti mun sennilega reynast verra en ekkert miðað við hvernig það klúðraði í málefnum kvenna með truflanir á tíðarhringnum í kjölfar sprautu (og vegna sprautu).
Nema dauðsföllin komi sprautuherferðum ekkert við og megi skrifa á sjálfsvíg vegna vonleysis eftir að hafa fallið úr skóla eða misst vinnuna þegar hið opinbera þvingaði fyrirtæki til að loka.
Það er auðvitað fréttnæmt þegar dauðsföll taka stökk og yfir 100 einstaklingar látast umfram hið venjulega en maður vonar að þetta sé frávik sem leiðréttir sig strax á næsta ársfjórðungi. Þá verður líka vonandi hætt að spila rússneska sprauturúllettu með líf almennings sem trúir öllu sem birtist í RÚV. Og fólk búið að ferðast aðeins og lifa lífinu í stað þess að einblína á það eitt að halda lífi með tilheyrandi eyðileggingu á ónæmiskerfinu.