Gæfusnauða Covid geitin í Tansaníu – í minningu John Magufuli

frettinPistlarLeave a Comment

Eftir Arnar Sverrisson:

John Pome Joseph Magufuli (1959-2021) – jarðýtan - lést í fyrra. Hann var fimmti forseti Tansaníu. Tansanína er staðsett á austurströnd Afríku, ríki sem varð til við sameiningu fyrrverandi Tankaníku og Zansibar, eyríkis undan ströndum þess. Hinn merki leiðtogi, Julius Kambarage Nyerere (1922-1999) var fyrsti forseti hins nýstofnaða ríkis.

Þessi heimshluti hefur ekki farið varhluta af árásum og ágirnd nýlenduveldanna. Belgar, Arabar, Portúgalar, Þjóðverjar og Bretar hafa leikið þar lausum hala, kúgað og arðrænt eins og nýlenduveldunum er tamt. Flestar hafa nýlendurnar fengið frelsi, en hin gömlu nýlenduveldi hafa hvergi nærri hætt af þeim afskiptum og enn seilast stórveldin til áhrifa með öllum hugsanlegum ráðum – ekki síst efnahagslegum.

Kínverjar gera hosur sínar óspart grænar fyrir Tansaníumönnum og fleiri Afríkuríkjum. Norska ríkisfyrirtækið, Statoil, hefur leitað að gasi undan ströndum Tansaníu, sem og alþjóðafyrirtækið, Exxon Mobil. Auðhringarnir stunda þar námugröft. Evrópusambandið var svo rausnarlegt að veita Tansaníu tuttugu og sjö milljónum evra í styrk til að fara að tilmælum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) um að skella atvinnu- og mannlífi í lás til að forðast Covid-19 drepsóttina miklu, sem hún bjó til.

PCR - prófaði ávexti, dýr o.fl.

En þá dró til tíðinda. John eins og fyrirmynd hans, Julius, hafði megna vantrú á öllum góðverkum Vesturlanda. Hann sló umsvifalaust varnagla við boðskapnum um alheimsdrepsóttina, enda sjálfur menntaður heilbrigðisvísindamaður. Eins og sumir vita beitti WHO vita gagnslausu, þýsk framleiddu PCR prófi til að sannfæra fólk um útbreiðslu veirunnar og hættuna af henni.

Hinn spaugsami forsætisráðherra tók til sinna ráða og gerði merkilega tilraun, lét PCR-prófa ávexti, kindur, hænur, geitur og olíu. Og viti menn! Sýnin úr hænum, geitum og ávöxtunum (paw-paw) reyndust jákvæð. WHO lét þó hjá líða að boða alheimsfaraldur í þess konar ávöxtum og skepnum – góðu heilli. Við svo búið voru erindrekar WHO reknir heim til föðurhúsanna. Það höfðu Hvít-rússar og Búrundimenn einnig gert.

Um miðjan mars (samkvæmt Our World in Statistics) höfðu greinst 509 covid-19 smit, 21 höfðu látist, en 183 fengið bata. (Það fylgir ekki sögunni, hvort þeir hafi læknast af margumræddu „ormalyfi,“ Ivermectin, eins og víðar í Afríku.)

Afstaða og rannsóknaniðurstöður Tansaníumanna þóttu auðvitað hinn mesta vanvirða við vísindin, þróunarhjálp og WHO. Í vestrænum miðlum var John úthrópaður andbólusetningarsinni og samsærismaður. En nú er komið annað hljóð í strokk Tansaníumanna.

Fyrsti kvenforseti þeirra, Samia Saluhu Hassan (f. 1960) eða mamma Samia, ætlar sér að sýna Vesturlöndum auðmýkra viðmót. Það verður fróðlegt að sjá, hvað í því felst, og hvort hún muni þá einnig samþykkja gífurlega efnahagsaðstoð Kínverja, sem forveri hennar vísaði á bug.

Mikilvægur leiðtogi hnigið í valinn

Ennþá einn af mikilhæfum leiðtogum Afríkumanna hefur nú hnígið í valinn, John Mangufuli. Hjartakvilli er opinber dánarorsök eins og hjá Pierre Nkurunziza (1964-2020), forseta Burundi. Sá bauð einnig alþjóðastofnunum birginn.

Andstæðingar John segja hann hafa látist af völdum Covid-19 veirunnar. Engar sögur fóru af heilsuleysi hans, áður en kallið kom. Á skömmum tíma blés hann lífi í efnahag Tansaníu, bætti lífskjör fólks, svo um munaði, og sagði alþjóðafyrirtækjum stríð á hendur. Þeim tókst ekki að kaupa hann. Auðvalds- og alheimsyfirráðasinnar glotta nú við tönn, almenningur og baráttumenn gegn spillingu fella tár.

Heimildir má sjá hér.

Skildu eftir skilaboð