Ráðist á verslanir í Þýskalandi – selja fatnað sem þjóðernissinum líkar

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Á laugardaginn var réðust meintir vinstri öfgamenn á verslanir í þrem borgum Þýskalands og annars staðar var tilkynnt að fylgst væri með verslunum. Í Magdeburg var afgreiðslukonan slegin ítrekað með barefli þar sem hún lá á gólfinu og piparúða úðað í andlit hennar. Í viðtali segist afgreiðslukonan helst hafa hugsað um að verja andlitið. Hún hafi ekki skynjað neinn sársauka, aðeins fyrirlitningu og grimmd árásarmannanna. Á einhverjum tímapunkti hafi hún hugsað að hún ætti barn og yrði að lifa þetta af.

Einnig úðuðu hettuklæddir árásarmennirnir, tvær konur og tveir karlar, illa lyktandi efni og málningu um búðina. Þrátt fyrir að myndbandið sé mjög skýrt virðist enginn hafa verið handtekinn. Ástæða árásanna virðist vera að verslanirnar selja fatnað frá vörumerkinu Thor Steiner en þær vörur eru sagðar vinsælar meðal þjóðernissinna. Upphaflega logóið hjá Thor Steiner var blanda af rúnunum týr og sól og líktust tákni er nazistar nota (þ. wolfsangel) en síðar fóru þeir að nota rúnina gjöf.

Leyfilegt að berja þá sem hafa „rangar“ skoðanir?

Árásarmennirnir voru ekki klæddir einkennisfatnaði Antífa en Antífa hefur staðið fyrir svipuðum árásum í eilífri leit að fasistum sem hægt sé að berja. Fjölmiðlarnir (a.m.k. sumir) hafa stutt hugmyndafræði þeirra. Þannig lýsti Chris Cuomo því yfir á CNN 2018 að það væri réttmætt að berja þröngsýnismenn og átti þar greinilega við fylgjendur Trump. Hann sagði: Ekki er hægt að leggja öll högg siðferðilega að jöfnu ... Að draga siðferðilegt jafngildi á milli þeirra er aðhyllast hatur og þeirra er berjast gegn því, vegna þess að báðir beita ofbeldi, styrkir hatrið í sessi, gerir hatursfullar skoðanir gjaldgengar og upplyftir því sem ætti að útrýma. Lítið er eftir af CNN núna þegar CNN+ er að leggja upp laupana.

Í mars mátti lesa í Guardian að Bretar færu undir merkjum Antífa og spænsku borgarastyrjaldarinnar til að berjast gegn Rússum í Úkraínu, Zelensky hefði kallað eftir liðsauka. Þetta er upphafið af stríði gegn Evrópu, gegn evrópsku skipulagi, gegn lýðræði, gegn grundvallar mannréttindum, gegn alþjóðalögum og reglum og friðsamlegu sambýli, er haft eftir honum, manninum sem hélt áfram stríðinu gegn íbúum Donbass, lagði stjórnarandstöðuna niður og fangelsaði leiðtoga hennar.

Antífa-liðar hafa sem sagt farið til að berjast við hlið Azov sveitanna sem hafa einmitt rúnirnar týr og sól (wolfsangel) sem einkennistákn sitt. Þeim finnst í lagi að styðja Azov, þvottekta nazista sem drepa Rússa líkt og þeir væru gyðingar og ofsækja LBGTQ fólk og sígauna. Facebook hefur gefið sitt leyfi til að tala vel um þá og á Manhattan, mátti nýlega heyra kyrjað "Azov, Azov - en að fólk megi klæðast fötum er vísa til germanskrar arfleiðar, það má ekki.

Skildu eftir skilaboð