Andvana fæðingum og nýburadauða fjölgar um 80% milli ára

frettinInnlendarLeave a Comment

Fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi árið 2021 var 4.879 sem er fjölgun frá árinu 2020 þegar 4.512 börn fæddust. Einungis þrisvar áður hafa fleiri lifandi fædd börn komið í heiminn á einu ári, árin 2009-2010 og 1960. Alls fæddust 2.576 drengir og 2.303 stúlkur en það jafngildir 1.119 drengjum á móti hverjum 1.000 stúlkum.

Andvana fæddum börnum fjölgaði árið 2021 um 8 frá árinu áður. Árið 2020 voru 9 andvana fæðingar en 17 árið 2021. Andvana fæddum per 1000 lifandi fæddra barna fjölgar úr 2,0 í 3,5 milli ára. Leita þarf aftur til ársins 2004 til að fá sama fjölda og árið 2021.

Meðaltal andvana fæddra barna per 1000 lifandi barna fyrir síðustu níu árin á undan (2011-2020) er 2  per 1000. Aukningin er því 75% miðað við meðaltal síðustu níu ára þar áður.

Andvana fædd börn eru þau börn sem koma í heiminn án lífsmarks eftir að 28 vikna meðgöngu er náð.

Aukning á burðarmálsdauða er 82% á árinu 2021 miðað við meðaltal síðustu níu ára þar á undan. Burðarmálsdauði er samtala andvana fæddra og barna sem deyja innan viku frá fæðingu af 1.000 fæddum alls.

Nýburadauði er dánartíðni barna áður en 28 dögum er náð (af 1.000 lifandi fæddum), þar er aukningin svipuð, eða um 81% miðað við meðaltal síðustu níu ára þar áður.

Talan yfir fjölda dána á fyrsta ári eykst um 100% miðað við meðaltal síðustu níu ára á undan.

Hér má sjá línurit yfir burðarmálsdauða (samtals andvanda fæddir og dánir innan viku) fyrir árin 2011 - 2021.

Heimild: Hagstofa Íslands.

Skildu eftir skilaboð