Eva Bartlett fór til Manhush í Úkraínu – fann engar fjöldagrafir

frettinIngibjörg Gísladóttir, Pistlar2 Comments

Okkur hefur verið sagt frá fjöldagröfum í þorpi nálægt Maríupol í Úkraínu. Í grein í vikuritinu Time frá 19. apríl má lesa ásakanir borgarstjóra Maríupol, Vadym Boychenko, um að Rússar "feli stríðsglæpi sína" með því að flytja látna almenna borgara frá borginni og jarðsetja þá í Manhush. Í gröfunum gætu verið allt að 9.000 manns er haft eftir borgarráði Mariupol og aðstoðarmaður Boychenko, Piotr Andryushchenko sagði á Telegram að líkin væru flutt þangað með vörubílum og einfaldlega sturtað í hauga.

Á Patreon reikningi sínum segir Eva K Bartlett, sem er þekkt fyrir að fletta ofan af sviðsetningum Hvítu hjálmanna á eiturefnaárásum í Sýrlandi, að hún hafi farið til Manhush þann 23 apríl ásamt blaðamanninum Roman Kosarev og fundið venjulegan kirkjugarð en engar fjöldagrafir. Grafararnir mótmæltu ásökununum og sögðust jarða alla í kistum, einnig úkraínska hermenn.

2 Comments on “Eva Bartlett fór til Manhush í Úkraínu – fann engar fjöldagrafir”

  1. Skildi þessi frétt birtast hjá RUV .
    Með þessari frétt afhjúpast falsfréttir sem haldið er að okkur

  2. Veit ekki hvort ég treisti Evu,
    Ég fer marna með Rúsnesku Úkraínumönnum mínum og athuga þetta sjálfur
    þegar ég fer þangað.
    Það eru margir sem byrta falskar fréttir, og ég hef séð það í þessu stríði frá báðum
    aðilum.

    Og allt þetta bull um Nýnasista, Rússnesku vinir mínir sega þegar ég spyr um Nýnasista
    og að skuli horfa til Þýskalnds og Austurríkis, ekki Úkraínu.

    Ég hef sennilega verið meira í Úkraínu en flestir fréttamann „Fréttarinnar“ samanlagt

Skildu eftir skilaboð