“Fólk er fávíst pakk sem ætti ekki að fá að kjósa eða ráða enda fasistar upp til hópa”

frettinPistlar, Skoðun1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Pakkið og við útvaldir

Fátítt er að sjá jafn blygðunarlausan hroka og sjálfbirgingshátt og birtist í leiðara Fréttablaðsins í dag, en hann er skrifaður af ritstjóra blaðsins Sigmundi Erni Rúnarssyni. Einvaldskonungar liðinna alda í Evrópu hugsuðu og tjáðu sig með svipuðum hætti og  Sigmundur í leiðaranum í dag með hinni sígildu setningu "Vér einir vitum", skóflupakkið að sjálfsögðu veit ekki neitt, skilur ekki neitt og á ekki að fá að ráða neinu. 

Ritstjórinn fjallar um frönsku kosningar og aukið fylgi hægri flokka í Evrópu, sem hann kallar öfgahægri og fasista og niðurstaða hans er sú að þeir sem kjósa til hægri sé "illa upplýst alþýða, sem les hvorki fréttir né fylgist með rökstuddri umræðu á breyttri samfélagsgerð." Þá segir hann að þjóðfélag "veikleika og vanmáttar nærist á óttanum og sæki burði sína í fáfræði og fordóma."

Þá kemst ritstjórinn að þeirri niðurstöðu að þeir sem kusu með Brexit og nú Marine le Pen í frönsku forsetakosningunum sé svona fólk. Fólk sem fylgist ekki með fréttum og veit ekki neitt og skilur ekki neitt. Samkvæmt þeirri einkunargjöf er meiri hluti Breta þessarar gerðar og rúmlega 42% Frakka, sem greiddu le Pen atkvæði sitt. Þá segir ritstjórinn að málflutningur Brexit sinna í Bretlandi hafi verið uppsafnaður heilagrautur og ekki hefði staðið steinn yfir steini og í lokin heldur má skilja á honum að þeir sem kjósi til hægri og séu á móti Brussel valdi Evrópusambandsins séu fasistar.

Heiti leiðarans hefði eins getað verið í samræmi við efni hans:

"Fólk er fávíst pakk sem ætti ekki að fá að kjósa eða ráða enda fasistar upp til hópa." 

Þessi glórulausi hroki ritstjórans og fullvissa um eigið ágæti og skoðanir sínar og skoðanasystkina er svo ofboðslegur, að það verður eiginlega að þakka honum fyrir að opinbera þessar fólks- fjandsamlegu hugrenningar, sem virðast greinilega vera brúklegar í hópum Samfylkingarfólks og annarra Evrópusinna. 

Við fávísa illa upplýsta pakkið, sem viljum ekki í faðm kommisaranna í Brussel og berjumst fyrir sjálfstæði Íslands og íslenskri þjóðmenningu verðum víst að sætta okkur við það að gáfumannafélag Sigmundar Ernis og Samfylkingarinnar sendi okkur svona sendingar. En er nokkuð annað að gera fyrir okkur en að svara svona bulli með öðru en vitrænni umræðu sem við borgaralega sinnað fólk höfum alltaf talið að sé líka fyrir okkur venjulegt fólk.

Ekki bara aðalinn  og gáfumannafélög,sem telja sig réttborna til að ráða öllu.

One Comment on ““Fólk er fávíst pakk sem ætti ekki að fá að kjósa eða ráða enda fasistar upp til hópa””

Skildu eftir skilaboð