Eldur Deville skrifar:
Þeir sem fylgjast með gangi mála í kynjamálum Vesturlanda, hafa eflaust orðið varir við stigmögnun ofbeldis sem transaðgerðarsinnar beita konur á netinu og í almannarýminu ofbeldi.
Bara á undanförnum hálfum mánuði höfum við séð árásir transaðgerðarsinna á kristin börn og kennara, á háaldraðar konur og kvenréttindabaráttukonuna Kellie-Jay Keen, sem hefur farið með "Let Women Speak" viðburðina sína frá Speaker´s Corner í Hyde Park í Lundúnum til Bandaríkjanna, Ástralíu og nú síðast til Nýja Sjálands.
Nýnasistar mættu á viðburð hennar í Melbourne í Ástralíu og voru transaðgerðarsinnar ásamt fjölmiðlasamsteypunum sínum fljótir til að bendla Kellie-Jae við þá. Sannleikurinn er nefnilega óþægilegur fyrir transaðgerðarsinnana því hryðjuverkahóparnir sem kenna sig við Antifa slást ævinlega í för með transaktívistum til þess að beita konur og samkynhneigða, sem vilja tjá sig um stöðu mála, ofbeldi.
Gyðingar andmæla transaðgerðasinnum
Þrátt fyrir að samfélag Gyðinga í Melbourne gáfu út yfirlýsingu þess efnis að nýnasistarnir væru ekki þarna til þess að styðja Kellie-Jae Keen, ákváðu transaðgerðarsinnar með hjálp fjölmiðla að dreifa lyginni sem víðast. Til að mynda hafa íslenskir transaðgerðarsinnar ekki látið á sér standa til að dreifa lygaáróðrinum um Kellie-Jae og spyrða hana og stuðningsmenn hennar við nasista. Slík orðræða er til þess eins fallin, að búa til jarðveg til að réttlæta frekara ofbeldi gegn konum og samkynhneigðum, sem eru orðnir langþreyttir á ástandinu innan beggja hreyfinga.
Í Nýja-Sjálandi tókst transaðgerðasinnum með hjálp fjölmiðla, sem voru meira en til í að taka þátt í lygavefnum, að skapa andrúmsloft sem skilaði sér í mjög öfgafullum og ofbeldissinnuðum múg.
Yfir tvö þúsund manns, æstir upp af lygum flestra fjölmiðla og transaðgerðarsinna sem brutu niður varnargriðingar sem átti að halda mótmælendum í fjarlægð við samkomu Kellie-Jae, þar sem viðburðurinn snérist um að "Let Women Speak" eða „Leyfið konum að tala.“ Lögreglan á Nýja-Sjálandi brást skyldum sínum. Hún hafði lofað að gæta öryggis kvennanna á meðan viðburðinum stóð.
Það gekk ekki eftir og hún var hvergi sjáanleg og því fór sem fór. Kona á áttræðisaldri var ítrekað kýld niður af ungum karlkyns transaktívista og hlaut höfuðkúpubrot, önnur kona fótbrotnaði í troðningnum og öryggisverðir Kellie-Jae áttu í fullu fangi að koma henni úr troðningum heilri á húfi.
Aðeins ein handtökuskipun hefur verið gefin út á Nýja Sjálandi vegna málsins.
Transaðgerðarsinni myrðir börn
Skömmu eftir árás transaktívista í Nýja Sjálandi, heyrum við af öðrum transaðgerðarsinna sem mundar skotvopn í kristnum skóla í Nashville í Bandaríkjunum. Audrey Hale sem skilgreindi sjálfa sig sem karlmann tók sig til og skaut þrjú níu ára gömul börn, og þrjá kennara til bana. Audrey Hale var sjálf skotin til bana af lögreglu á vettvangi. Það leið ekki á löngu að sjálf lögreglan var sökuð um transfóbíu af transaðgerðarsinnum fyrir það að skjóta Audrey til bana á vettvangi. Þess má geta að lögreglan hafði ekki hugmynd um hver hún væri fyrr en hún var liðið lík.
Let Women Speak – Leyfið konum að tala
Sunnudaginn í síðustu viku hittust konurnar á Speaker´s Corner aftur eftir að Kellie-Jae var komin aftur til Bretlands.
Þá hafði stór hópur ofbeldishneigðra transöfgasinna komið sér fyrir á Speaker´s Corner og létu með illum látum til þess að reyna að drekkja ræðum kvennana í hávaða. Þess má geta að strangar reglur gilda um Speaker´s Corner. Þú mátt segja HVAÐ SEM ER (eins lengi og þú hvetur ekki til ofbeldis) og auðvitað gildir líka reglan um "The Heckler´s Veto“ eða mótmæli áheyranda. Hinsvegar er STRANGLEGA BANNAÐ að vera með nokkurskonar tæki eða tól sem eykur hljóðið í þér, eins og t.d. gjallarhorn, hljóðnema, hátalara og svo framvegis. Það er leyfilegt að senda beint út á alnetið með hljóðnema, en ekkert annað.
Í árhundruðir og áratugi hefur fólk nýtt sér þennan rétt. Konurnar hafa ævinlega virt vettvang Speaker´s Corner og fylgt reglunum í hvívetna.
Hinsvegar eru ekki transaðgerðarsinnar og Antifa sáttir við þetta fyrirkomulag, því þeir mættu með gjallarhorn og allskyns tæki og tól til þess að búa til hávaða til að drekkja röddum kvennana, svo þær gætu ekki heyrst. Lögreglan var fámenn og létu sig þetta ekkert varða. Aðgerðarsinnarnir eltu konurnar á röndum, réðust að þeim og ógnuðu.
Ákall til homma
Ástandið varð svo slæmt að ákall var sent út til samkynhneigðra karla að fjölmenna næst og sá viðburður átti sér stað í gær.
Undirritaður var harðákveðinn að svara kalli kvennana. Einnig voru tvær samstarfskonur mínar frá Noregi í hóp kvennana.
Ég hitti félaga mína frá Gay Men´s Network sem er nýtt alþjóðlegt bandalag samkynhneigðra karlmanna, sem eru orðnir langþreyttir á ástandinu í „hinsegin“ samfélaginu. Þar fórum við yfir okkar verksvið og hvernig við gætum best orðið að liði.
Hálftíma fyrir viðburðinn sem hófst kl. 15 var öryggisfundur haldinn, ásamt lögreglu sem í þetta sinn svaraði kalli okkar og var fjölmenn.
Fundurinn hófst kl. 15 samkvæmt áætlun. Einstaka transaðgerðasinni lét sjá sig, en voru eins og hver og annar sorglegur "INCEL". Núna voru konurnar fjölmennar. Sveit samkynhneigðra karla umkringdu þær, og lögregla okkur karlanna. Konurnar fengu að tala. Um allt.
Þær fengu að tala um hvernig transhugmyndafræðin er að ræna frá þeim kvennabaráttunni, áunnum réttindum, rétt til þess að njóta friðhelgi og virðingar í viðkvæmum aðstæðum eins og t.d. á sjúkrahúsum, búningsklefum, mátunarklefum verslana, fangelsum, skólum, salernum og margt fleira.
Í þetta sinn þorðu karlarnir í kjólunum með bláa eða bleika hárið ekki að mæta. Ekki INCEL strákarnir í Antifa heldur. Fyrir áhugasama má sjá allt streymi fundarins hér.
Að lokum:
Samtökin 22 – Hagsmunasamtök Samkynhneigðra hvetur alla til þess að fara að ræða þessi mál af festu og heiðarleika. Við stofnuðum samtökin vegna þess að raddir okkar fengu ekki að heyrast í „hinsegin“ samfélaginu og ef við voguðum okkur að gagnrýna eitthvað, þá vorum við einfaldlega rekin á brott og slaufuð. Alveg líkt og sumir sértrúarhópar stunda gegn þeim sem eru efins.
Við vonum innilega að sérstaklega konur finni hugrekki sitt á nýjan leik og baráttuvilja fyrir réttindum sínum, systra og dætra sinna. Þetta á við okkur karlana líka. Alveg óháð því hvort við séum sam-,tví-, eða gagnkynhneigðir.
Ef þið viljið vita meira um Samtökin 22 þá viljum við benda á heimsíðuna okkar www.samtokin22.is
Ef þið viljið leggja okkur lið þá eru frjáls framlög vel þegin þar sem við erum 100% óháð opinberu fjármagni. (Kt. 640123-0440 Bankareikningur: 0370-26-039568)
Höfundur er talsmaður Hagsmunasamtaka samkynhneigðra.