Áfengi og réttrúnaður

frettinPáll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjámsson:

Sig­ur­inn ligg­ur í upp­gjöf­inni er bók um alkahaólisma. Höfundar eru hjónin Sig­ur­lína Davíðsdótt­ir og Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Í viðtali er haft eftir Sigurlínu

Fyrsta skrefið er að átta sig á því að þær leiðir sem maður hef­ur farið í neysl­unni eru ónýt­ar og maður þarf að leggja þær al­veg til hliðar og taka upp al­veg nýja nálg­un. Þeim sem ekki tekst þetta tekst ekki að verða edrú.

Áfengi í óhófi leiðir einstaklinga í öngstræti. Neyslan gerir menn „ónýta“. Tveir harðir kostir, sem báðir fela í sér uppgjöf, standa eftir. Uppgjöf gagnvart sjálfum sér eða gefa áfengið upp á bátinn.

Rétttrúnaður er með þau áfengu einkenni að annað tveggja gefst maður upp á sjálfum sér eða lætur rétthugsun lönd og leið. Rétttrúnaður og hjarðhugsun haldast í hendur. Hvergi er sést samhengið betur en í háskólasamfélaginu. Helgi Ás Grétarsson útskýrir

Það er að verða mjög skrýtin þróun í háskólunum. Pólitísk rétthugsun hefur náð miklum tökum á háskólasamfélaginu. Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki. Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini.

Rétttrúnaðurinn krefst undirgefni líkt og áfengi. Valið stendur á milli frjálsrar hugsunar og auðsveipni hjarðarinnar. Helgi Áss aftur

maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann. Ef maður er alltaf tilbúinn að gefa eftir eitthvað af sínum karakter til að lífið sé þægilegra, þá molnar hægt og sígandi undan skapgerðinni og maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt

Þægilegt líf í hjörðinni sem telur manni trú um að hvítt sé svart, að loftslagið sé manngert og hægt sé að fæðast í röngum líkama. Nei, takk, betra er að vera edrú á rétthugsun og taka á sig óþægindin að hugsa sjálfstætt.

Skildu eftir skilaboð