Samtökin Children's Health Defence og Binders Initiative standa fyrir ráðstefnu um efnahagsmál, heilbrigðismál, fjölmiðla og mannréttindi í Stavanger Noregi, í dag laugardaginn 15. apríl og hefst kl. 07:00 á íslenskum tíma. Streymt verður beint frá ráðstefnunni og hlekkinn má finna hér. Og upplýsingar um fyrirlesara hér.
Í tilkynningu samtakanna segir:
Við erum að verða vitni að miklum breytingum í efnahagslífi, viðskiptum og stjórnmálum um allan heim. Efnahagskerfin eru mögulega að hruni komin. Er hægt að skilja hvað er að gerast í lýðræðisríkjum okkar?
Þrjú ár af heimsfaraldri hafa haft hrikaleg áhrif um allan heim. Brot á málfrelsi, strangar aðgerðir og reglugerðir hafa leitt til persónulegra þjáninga og mikils valds og auðs fyrir fámenna yfirstétt. Á ráðstefnunni verður einblínt á heimsfaraldurinn og læknisfræðina, en einnig eru á dagskrá önnur mikilvæg sérfræði- og samfélagsmál. Við þorum að spyrja: Eru tengsl? Er hægt að sjá stærri mynd? Eru lýðræðisríki okkar háð alþjóðlegum stofnunum og er frelsið takmarkað?
Markmið ráðstefnunnar er að veita innsýn og þekkingu á ýmsu mikilvægu efni sem varða okkur öll, auk þess að upplýsa um hvað er framundan og hvernig við getum forðast frekari samþjöppun valds og peninga.
Hópur norskra og alþjóðlegra sérfræðinga á ýmsum sviðum og stjórnmálamenn munu flytja erindi og miðla dýrmætri og stundum óþægilegri þekkingu og reynslu sinni: Lyfjafræðingurinn Alexandra (Sasha) Latypova sem fæddist í Úkraínu, breski hjartalæknirinn Aseem Malhotra, breski þingmaðurinn Andrew Bridgen, sænska þingkonan Elsa Widding, norski prófessorinn Halvor Næss, sænski rannsóknarblaðamaðurinn Jacob Nordangård, norski vísindamaðurinn Kjetil Elvevold og svissneski lögmaðurinn Philipp Kruse, eru meðal þeirra sem koma fram.
Breski þingmaðurinn Andrew Bridgen mun flytja erindi kl. 13 á íslenskum tíma.
Auglýsing fyrir viðburðinn: