Bakslag í framvindu handleggjaígræðslu Guðmundar Felix

frettinInnlendar1 Comment

Guðmundur Felix Grétarsson, tilkynnti nú fyrir stundu að bakslag sé komið í framvindu handleggjaígræðslu sem hann undirgekkst fyrir tveimur árum síðan.

Felix eins og hann kallar sig setti tilkynninguna á facebook þar sem hann fer yfir bakslagið, en hann segir að hann hafi byrjað að bólgna upp í kringum neglurnar sem hafi síðan dottið af. Hann segist þá hafa verið settur á sýklalyf, en nú um síðustu helgi, hafi rauðir blettir byrjað að myndast á handleggjunum, sem geti verið vísbending um að líkaminn sé að hafna ígræðslunni.

Felix segir að það teljist ekki eðlilegt að bakslagið komi svo löngu eftir ígræðslu, en ef einkennin haldi áfram þá eigi hann á hættu að missa handleggina.

Felix segist þó halda í vonina og að hann muni halda áfram að upplýsa um ferlið á næstu dögum eða vikum.

Tilkynninguna má sjá hér neðar:

One Comment on “Bakslag í framvindu handleggjaígræðslu Guðmundar Felix”

  1. Þetta eru mikil vonbrigði að heyra 🙁
    Guðmundur Felix er einstakur persónuleiki, ég held að það finnist ekki annar eins harðjaxl meðal manna!

    Það er eitt sem mig langar að vita, hefur ríkið eða Landsvirkjun borgað eitthvað af kosnaðinum öll þessi ár sem Guðmundur hefur gengið í gegn um við uppihald, undirbúning og aðgerðina?

    Ef einhver þarna úti veit eitthvað um það, þá langar mig að fá að vita það

Skildu eftir skilaboð