Hægri rugludallarnir svokölluðu

frettinHelgi Örn ViggóssonLeave a Comment

Eftir Helga Örn Viggósson:

Málfrelsi er hornsteinn lýðræðisins og grundvöllur framfara á öllum sviðum, enda er það lögvarið í stjórnarskrám allra lýðræðisríkja. Eðli málsins samkvæmt má því segja að þeir sem reyna að verja ritskoðun séu andstæðingar lýðræðis og þeir sem hana stunda að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt, sem líta ætti á sem alvarlegan glæp. Hægri og vinstri skipta hér engu máli, enda gamlar skilgreiningar sem eiga vart við hið pólitíska landslag í dag.

Í BNA er Repúblikanaflokkurinn skv. gömlu skilgreiningunum orðinn vinstri flokkur þar sem verkalýðurinn kýs hann í auknu mæli umfram hinn. “Vinstri” miðillinn NBC segir frá þessu hér:

Ef við horfum á topp-10 bandarísku milljarðamæringana skv. lista Forbes, þá styðja 9 af þeim Demókrataflokkinn, að Larry Ellison undantöldum. Að talað sé um að hægrið japli á því að það séu vondir vinstrimenn sem eru á bakvið ritskoðunina, þá er það alveg rétt, enda lítur það þannig út í BNA. Í Bretlandi hins vegar voru það “hægri” menn, sem beittu njósnastofnunum og hernum gegn almenningi í þágu þöggunar og ritskoðunar. Á Íslandi leitaði ríkisstjórnin til norsku leyniþjónustunnar til fylgjast með Íslendingum á samfélagsmiðlum í samhengi við faraldrinum, sem líklega höfðu beina línu til ritskoðunardeildanna þeirra.

Í BNA hafa Demókratar ófeimnir talað fyrir ritskoðun á meðan hinir hafa almennt talað gegn henni. Skv. “The Twitter Files”, þá hafði Hvíta húsið beinan aðgang að ritskoðunardeild Twitter, ásamt FBI, NIAIDS og helstu njósnastofnanir, þaðan sem fyrirskipanar komu um hverjum ætti að þagga niður í og hvað mætti segja, sérstaklega hvað varðar faraldurinn. Elon Musk hefur líka staðfest að þessar stofnanir höfðu aðgang að einkaskilaboðum fólks. Gera má ráð fyrir að sama gildi um Google, Facebook og aðra samfélagsmiðla.

Grunnstoðum lýðræðisins er ógnað, á því leikur enginn vafi.

Punkturinn sem ég er að reyna að koma á framfæri hér, er að þetta hefur ekkert með gamla “góða” hægrið og vinstrið að gera. Að baki þessu eru öflugir hagsmunaaðilar sem nýtt hafa sér veikleika lýðræðisskipunar okkar og þannig yfirtekið helstu stofnanir lýðræðisríkja á Vesturlöndum, þ.m.t. Evrópusambandið, þar sem ókjörnum embættismönnum hefur verið falið vald til að vera dómarar sannleikans á “Very Large Online Platforms”.

Ég átti samtal um þetta fyrir nokkru við gamalreyndan prófessor í fjölmiðlafræðum við New York háskóla, þar sem ég reyndi að fá hann til að gefa mér sitt álit á hvernig þetta óraunverulega ástand gat skapast á svo stuttum tíma í landi “hinna frjálsu og huguðu” og öðrum lýðræðisríkjum. Hann fór með mig í gegnum rökleiðslu sem endaði nokkurn veginn á því að þeir einu sem gætu komið þessu í kring væru gömlu ættarveldin sem í eitt sinn var vitað að ættu nánast allt í heiminum en væru nánast hvergi á skrá núna, a.m.k. ekki á Forbes listanum. Samstarf þeirra við CCP er líka augljóst hvað varðar faraldurinn. Ég held að það sem hann átti við sé hið raunverulega “deep state” sem Bandaríkjamenn tala svo mikið um þessa dagana ef marka má trendin á Twitter.

Hvað varðar Ron DeSantis og orðfæri á borð við “hægri-rugludallur” sem stundum er notað til að lýsa honum, þá er líklegt viðkomandi kokgleypi orðræðu sem “vinstrimiðlar” eins og CNN miðla. Þegar kemur að börnum, þá höfum við flest verið sammála um að rétt sé að vernda þau gegn sora eins og t.d. klámi. Þegar RÚV sýnir efni þar sem kvenkyns geirvörtur sjást, þá er það merkt sérstaklega að það sé ekki við hæfi barna. Flestum okkar þykir bækurnar, sem DeSantis vill banna, ekki eiga erindi við börn á leik- eða barnaskólaaldri. DeSantis hefur svarað þessu rugli “vinstri” miðlana ítarlega:

Í síðustu kosningum vann DeSantis stærsta kosningasigur í Florida sl. 40 ár og líklega hefur “anti-woke” stefna hans átt ríkan þátt í því. Disney, eins og mörg önnur stórfyrirtæki hafa keyrt öfgafulla woke-stefnu, og það eina sem DeSantis gerði var að taka af þeim forréttindi sem fyrirtækið hafði umfram önnur, forréttindi sem í raun voru fáránleg á frjálsum samkeppnismarkaði og hefði átt að vera búið að afnema fyrir löngu.

Mikið væri nú gott ef fólk myndi kynna sér málin betur frá öðrum hliðum áður en menn eru kallaðir rugludallar.

Greinin birtist fyrst á Krossgötur.is 29. apríl 2023

Skildu eftir skilaboð