Falsfrétt á Visir.is – Samherjabók án Samherja

frettinInnlendar4 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

„Á miðvikudag kom út bók í Namibíu um Samherjamálið,“ segir í frétt á Vísir.is. En bókin er ekki um Samherja heldur spillingu í Namibíu. Nokkur munur þar á.

Samherji er ekki nefndur á nafn í hálftíma kynningu höfundar bókarinnar, Roman Grynberg. Útgefandi bókarinnar er The Namibian. Ritstjórinn Tangeni Amupadhi talar í rúmar tíu mínútur og nefnir Samherja ekki á nafn.

Hvernig getur bók verið um „Samherjamálið“ án þess að fyrirtækið sé nefnt á nafn í kynningu bókarinnar?

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari er nefndur til sögu. Roman Grynberg segist hafa verið í sambandi við Jóhannes en aldrei hitt hann. Grynberg notar gögn frá Jóhannesi til að sýna fram á að namibíska þjóðarbúið hafi orðið af 14 milljörðum namibískra dollara á tíu ára tímabili vegna sölu á hrossamakrílkvóta.

En hvernig fór kvótasalan fram? Jú, Namibíumenn einir fá úthlutaðan kvóta skv. lögum þar í landi. Grynberg sagði að t.d. hefðu 22 þingmenn, segi og skrifa tuttugu og tveir, fengið úthlutað kvóta. Þá eru ótaldar eiginkonur þeirra og ættmenni sem einnig fengu kvóta.

Þingmenn og aðrir kvótaeigendur seldu kvótann til útgerðafélaga.

Í Namibíu standa yfir réttarhöld vegna sölu á kvóta og meðferð þarlendra manna á þeim fjármunum. Tilfallandi blogg sagði frá málavöxtu:

Samningar um veiðiheimildir fólu sér ýmsar kvaðir kaupenda að leggja fram fjármagn til samfélagslegrar uppbyggingar í Namibíu. Erlendar útgerðir, m.a. Samherji, keyptu veiðiheimildir undir þessum formerkjum. Allt var þetta samkvæmt gildandi lögum í landinu. En peningarnir skiluðu sér ekki þangað sem þeir áttu að fara.

Níu Namibíumenn eru ákærðir fyrir umboðssvik, þjófnað og auðgunarbrot í tengslum við sölu á veiðiheimildum. Þá eru 11 lögaðilar ákærðir, skúffufyrirtæki sem níumenningarnir notuðu til að hylja brotin. Ákæruliðirnir eru samtals 28. Samherji er aðeins einn nokkurra aðila sem sakborningar blekktu til persónulegs ávinnings.

Í málarekstrinum í Namibíu er hvorki Samherji né starfsmenn útgerðarinnar á sakabekk.

Í frétt Vísis segir frá annarri bók sem blaðamenn RSK-miðla skrifuðu. Páll skipstjóri Steingrímsson hefur ítarlega farið yfir þá bók. Ekki stendur steinn yfir steini í málatilbúnaði RSK-miðla.

Saga Jóhannesar uppljóstrara var klædd í norskan búning og birt í tímaritinu Aftenposten-Innsikt. Tímaritið baðst auðmjúklega afsökunar að hafa birt fleipur.

Vísir.is birtir falsfrétt um Namibíumálið til að þóknast blaðamönnum RÚV og Heimildarinnar sem eru sakborningar í alvarlegum glæpum, byrlun og gagnastuldi. Vísir.is þegir um glæpi á Íslandi en gerir saklausa Íslendinga að afbrotamönnum í Namibíu. Blaðamaðurinn sem skrifaði falsfréttina á von á verðlaunum frá Blaðamannafélagi Íslands. Andverðleikar eru hátt skrifaðir þar á bæ.

4 Comments on “Falsfrétt á Visir.is – Samherjabók án Samherja”

  1. Þetta er nú einhver þynnsti spuni sem ég hef séð koma frá Palla. Nú er hann svo upptekinn að sverja alla glæpi af Samherja að þessi viðleitni er farin að vera kómísk.

    Er ekki einkennilegt að þeir sem greiddu múturnar, sem ráðherrar Namibíu hafa fengið á sig dóma fyrir að taka við, eru al saklausir af glæpastarfsemi, samkvæmt Páli Vilhjálmsyni.

    Nú er það Vísir.is sem er kominn í skammakrókinn af því að þeir gáfu í skyn að glæpafyrirtækið samherji hefði framið glæpi.

    Því ráðherrum namibíu var mútað með fé Samherja, og Samherji naut veiðiheimildanna sem múturnar keyptu, en samt er samherji á einhvern hátt saklaus af öllum lögbrotum, samkvæmt spunapennanum Palla kennara.

    Stundum finnst mér Páll Vilhjálmsson haldi að almenningur sé hópur slefandi hálfvita.

  2. Komst ekki að sömu niðurstöðu og þú Skúli eftir að hafa lesið þetta en allir hafa rétt á sinni skoðun. Ef það er svona augljóst að Samherji hafi brotið lög í Namibíu afhverju hafa þeir ekki verið ákærðir? Ekki nóg með það heldur þurfa þá allar erlendar útgerðir sem hafa keypt kvóta frá Namibíu undir þessum sömu forsendum verða ákærðir fyrir mútur – en ef þetta er samkvæmt gildandi lögum í landinu hvernig eiga þessar útgerðir þá hafa brotið lög? Þú virðist hafa ímigust af útgerðum yfir höfuð samkvæmt þínum fyrri skrifum. Ef Samherji hefur brotið einhver lög þá að sjálfsögðu þurfa þeir að svara fyrir það í Namibíu en Rúv verjar eru ekki lögaðili að réttarkerfi þeirra.

  3. Ég er nú nokkuð viss um að Samhejamenn séu nú engir sunnudagsskóladrengir með geislabaug yfir höfðinu. Ég vona að það sé nú þannig að flestu sjálfstætt hugsandi fólki sé það ljóst að allar þessar stóru útgerðir á Íslandi eru keyrðar áfram að mestum hluta á spillingu og þjófnaði.

    Enn vandamálið er að fjölmiðlarnir á Íslandi eru engu betri þegar það kemur að lygum og spillingu og ég mun ekki vorkenna þessu fjölmiðlafólki ef það verður dæmt fyrir sýnar gjörðir, enn spurningin er hvort þetta fólk verði dæmt fyrir þær gjörðir?
    það verður tíminn að leiða í ljós.

Skildu eftir skilaboð