Twitter ritskoðar heimildarmyndina “What is a woman?” – uppfært

frettinInnlendarLeave a Comment

Eftir Erling Óskar Kristjánsson:

Sumarið 2022 gaf íhaldssami bandaríski fjölmiðillinn The Daily Wire út heimildarmyndina “Hvað er kona?” (e. “What is a Woman?”). Í myndinni rannsakar stjórnmálaskýrandinn Matt Walsh hugtökin kyn (e. sex) og kyngervi (e. gender) á stafrænu öldinni, með áherslu á réttindahreyfingu transfólks, ofstæki gegn transfólki og hvað það þýði að vera kona. Til að fræðast um viðfangsefnið ræðir Walsh við femínista, aktívista, trans fólk, meðferðaraðila, sálfræðinga og geðlækna. Titilspurningin kann að hlóma einföld en hún vakti hörð viðbrögð margra og átti Walsh erfitt með að nálgast skýr og vitræn svör. Hann spyr prófessor í kynjafræði hvað kona sé, en prófessorinn segir að kona sé hver sá sem skilgreini sig sem konu. “En hvað er viðkomandi þá að skilgreina sig sem?” spyr Walsh, og bendir prófessornum á að skilgreining hans á hugtakinu sé ófullnægjandi vegna þess að hún notist við hugtakið sjálft; skýringin sé því hringskýring. Walsh ferðast til Afríku til að spyrja afrískan ættbálk út í málið, en fær ekki einfalt svar fyrr en hann spyr eiginkonu sína í lok myndarinnar.

Myndin fékk mikið áhorf vestanhafs en viðbrögð áhorfenda voru misjöfn. Framleiðendur myndarinnar sökuðu meginstraumsmiðla um að reyna að þagga niður í sér með því að sniðganga myndina frekar en að leyfa gagnrýnendum að tjá sig um hana, þrátt fyrir að myndin hafi fengið mikil viðbrögð meðal almennings. Á tímabili var myndin sú sem flestir horfðu á heima hjá sér skv. tölfræði Rotten Tomatoes, en myndin hefur hlotið 96% í meðaleinkunn frá yfir 5000 áhorfendum á síðunni. Á IMDB hafa 31 þúsund manns gefið myndinni meðaleinkunina 8,4 af 10. Á Wikipedia má lesa bæði jákvæða og neikvæða gagnrýni um myndina, og hafa sumir kallað hana transfóbíska.

Í tilefni þess að ár er síðan myndin kom út ákváðu framleiðendur hennar að sýna hana ókeypis í sólarhring á samfélagsmiðlinum Twitter. Hún fór geyst af stað, en nokkrum mínútum eftir að henni var hlaðið upp á miðilinn ákvað Twitter að takmarka dreifingu hennar. Það er ekki hægt að deila tístinu með hefðbundnum hætti á Twitter og það mun ekki sjást í “feed” hjá notendum forritsins. Elon Musk, eigandi Twitter, segir að “viðkvæmu” efni verði ekki troðið í andlitið á fólki. Twitter notandi segir að efnið sé ekki viðkvæmt, heldur fólkið sem hneykslast á því.

Twitter segir að tístið kunni að stangast á við reglur Twitter gegn hatursfullu framferði. Myndin inniheldur nefnilega tvö atriði þar sem fólk er kallað röngum persónufornöfnum (e. two instances of ‘misgendering’). Í einu þeirra notar faðir 14 ára trans stráks persónufornafnið “hún” (e. she) þegar hann talar um viðkomandi, enda fæddist afkvæmið kvenkyns. Í hinu tilfellinu ávarpar verslunareigandi trans konu með “röngu” persónufornafni.

Samkvæmt breska fjölmiðlinum The Daily Mail fjarlægði Twitter nýlega hugtakið “misgendering” úr þjónustuskilmálum sínum, en í yfirlýsingum til The Daily Wire segja þeir það hafa verið misskilning, enda hafi hugtakið einungis verið fjarlægt til að einfalda skilmálana – “misgendering” sé enn álitið sem ofbeldi og áreitni.

Elon Musk hefur verið sakaður um bæla niður tjáningarfrelsi eftir að miðillinn sem er í hans eigu ákvað að takmarka dreifingu heimildarmyndarinnar. Sér til varnar segir hann: “Þetta voru mistök af hálfu margra starfsmanna Twitter. Þetta er pottþétt leyfilegt.” Þá á hann væntanlega við að það sé leyfilegt að nota “röng” persónufornöfn um fólk á Twitter. Þrátt fyrir svör hans hefur ekkert breyst – það er enn verið að ritskoða myndina.

Uppfært 3. júní kl. 12.27

Twitter hefur hætt að ritskoða heimildarmyndina og Elon Musk er búinn að deila henni.

Greinin birtist fyrst á Krossgötur 02.06.2023

Skildu eftir skilaboð