Að fordæma nazisma eður ei, þar liggur efinn

frettinIngibjörg Gísladóttir, Úkraínustríðið3 Comments

Fyrir nokkrum dögum birtist grein í New York Times um að merki nazista á búningum úkraínskra hermanna skapi vanda því að Pútín hafi einmitt réttlætt hina ólögmætu innrás sína með þörfinni á að „afnazistavæða" Úkraínu. Michael Colborne hjá Bellingcat, sem stúderar hægri öfgahópa, segir í greininni að hann hafi áhyggjur af því að leiðtogar Úkraínu annað hvort vilji ekki viðurkenna eða skilja hvernig litið sé á þessi tákn utan Úkraínu og notkun þeirra grafi undan stuðningi við landið.

Ísland fordæmir ekki dýrkun nazisma

Árlega frá 2012 hefur rússneska ríkjasambandið lagt fram ályktun á þingi SÞ um að fordæma dýrkun nazisma, nýnazisma og annað sem auki á rasisma, mismunun kynþátta, xenófóbíu og óumburðarlyndi af öðrum toga. Á síðasta ári höfnuðu 52 ríki því að samþykkja ályktunina. Þar á meðal voru öll NATO ríkin (líka við) nema Tyrkland, sem sat hjá. Svo virðist sem ekki megi fordæma nazisma ef tillagan kemur frá Rússum.

Góðir ný-nazistar?

En eru þá engir alvöru nazistar í Úkraínu? Fram að innrás Rússa á síðasta ári voru fjölmiðlar Vesturlanda á því að hægri-öfgaþjóðernissinnar væru til stórkostlegra vandræða í Úkraínu. Í janúar 2021 mátti t.d. lesa í tímaritinu Time að Azov hersveitin laðaði að sér öfgamenn frá svæði er næði frá Kaliforníu, yfir Evrópu til Nýja Sjálands. Haft er eftir Ali Soufan sem hefur stúderað Azov hersveitina að fleiri en 17,000 erlendir bardagamenn hefðu komið til Úkraínu síðustu sex árin frá 50 löndum. Einn þeirra mun hafa verið náunginn er framdi fjöldamorðið í Christchurch á Nýja Sjálandi. Hann hafði dvalið í Úkraínu 2015 og talað um að flytja þangað. Við fjöldamorðið klæddist hann jakka með svörtu sólinni á - einu tákna Azov sveitarinnar.

Í greininni segir að eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur hafi myndast tómarúm og líkt og gerðist í Afganistan eftir að sovétski herinn fór, þá hafi öfgahópar tekið völdin og eftir 2014 hafi nýnazistum verið sleppt úr fangelsi. Sagt er frá Andriy Biletsky sem strax og hann var laus hafi farið að koma saman vopnaðri sveit hægri-öfgamanna og valið sveitinni einkennistákn sett saman úr tveimur nazistatáknum og Azov sveitin hafi orðið til. Sveitin gekkst upp í því hlutverki sínu að berja niður uppreisn íbúa Donetsk héraðs og fyrir hugdirfsku á vígvellinum þá var leiðtogum Azov hampað sem þjóðhetjum. Haft er eftir þáverandi forseta, Petro Poroshenko við verðlaunaathöfn 2014 að þeir væru bestu stríðsmennirnir.

Ný-nasistar í Úkraínu

Hin hliðin - sú sem reynt er að fela

Það er rétt hjá Rússum að úkraínsk stjórnvöld hafi sigað ný-nazískum sveitum á almenna borgara í austurhéruðunum, þá sem ekki vildu afneita tungu sinni og menningu og gangast undir stjórn Kænugarðsvaldsins - sem Bandaríkjamenn höfðu hjálpað til að ná stjórnartaumunum. Til er upptaka af símtali þar sem Victoria Nuland og bandaríski sendiherrann eru að ráðgera hver eigi að leiða hina nýju stjórn. Í heimildamynd frönsku fréttakonunnar Anne-Laure Bonnel, Donbass - 8 Ár af Stríði, má sjá þá hlið sem hefur verið falin fyrir okkur Vesturlandabúum. Myndin hefst á orðum Poroshenko og er mannvonska hans áþreifanleg. Ögmundur Jónasson hefur rekist á heimildamyndina einhvers staðar og skildi eftir slóð á myndina á heimasíðu sinni. Honum sé þökk.

Heimildamyndina má sjá hér:

3 Comments on “Að fordæma nazisma eður ei, þar liggur efinn”

  1. Skoðanir Porochenkos á rússneska minnihlutanum í Austur-Úkraínu er á engan hátt öðruvísi en skoðanir Zelenskijs. Sá litli í grænu peysunni hefur haldið áfram hatursstefnunni í Donbas. Úkraínumenn, sem hafa 95% sama erfðaefni og Rússar, eru haldnir ólýsanlegu hatri út í bræður sína og landsmenn í Donbas. Flestrir Úkraínumenn telja að þjóðernishreinsanir í Donbas séu í lagi, frekar en að leyfa héraðslýðveldunum í Donbas að tilheyra Rússlandi. Íslensk yfirvöld styðna slíka þjóðernishreinsun með blessun Bandaríkjanna, enda fylgja Íslendingar ávallt BNA í einu og öllu vegna heimsku og fávisku íslenskra stjórnmálamanna.

  2. Nú er íslenska fasista utanríkisráðherra pokarottan að leggja drög að því að slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Er ekki komin tími til að slá hressilega á puttana á kvikindinu, afhverju í anskotanum fer hún ekki sjálf til Úkraínu til að berjast með litla grænklædda nasistaleiðtoganum.

Skildu eftir skilaboð