Lokun sendiráðsins: Er litla Ísland að “toppa” aðrar þjóðir í rétttrúnaðinum?

frettinInnlendar9 Comments

Þórdís B. Sigurþórsdóttir:

Utanríkisráðherra hefur boðað lokun sendiráðs Íslands í Moskvu eftir rúma tvo mánuði og er því fyrsta Evrópuríkið til að taka þessa ákvörðun, svo vitað sé. Hver er tilgangurinn? Hver hefur beðið um það sérstaklega? Hafa Bandaríkjamenn, Bretar, ESB, Indverjar, Kína eða aðrar stórþjóðir gert það? Hver er ávinningurinn?

Það er mikilvægast af öllu þegar átök eru uppi milli þjóða af ýmsum toga að halda tengiliðum opnum þannig að opin lína sé ávallt til staðar, svo unnt verði að ræða mögulegar lausnir. Í sögunni eru fjölmörg dæmi þess.

Er ekki líklegra að Ísland fái sjálfstæðar og gagnlegar upplýsingar um gangverkið í Moskvu, þegar fulltrúar Íslands eru á vettvangi? Er litla Ísland að „toppa“ aðrar þjóðir í rétttrúnaðinum?  Þessi aðgerð nær ekki máli og skiptir engu fyrir Rússland, stríðsátökin eða afstöðu annarra ríkja. Hún er bara til þess að veikja stöðu Íslands á alþjóðasviðinu.

Það vita allir að sá dagur rennur upp, að friður kemst á í Úkraínu. Það segir sagan okkur. Og Rússland verður áfram til eins og verið hefur um aldur og ævi. Rússland var meira segja á Sovét tímanum einn okkar helsti viðskiptaaðili með sjávarafurðir og fleiri vörur og skiptu þau viðskipti miklu máli fyrir afkomu íslensks almennings og efnahagsmál þjóðarinnar. Það sama gilti um Rússland eftir fall Sovétríkjanna.

Svona púðurskot eru merkingarlaus og gagnslaus.

9 Comments on “Lokun sendiráðsins: Er litla Ísland að “toppa” aðrar þjóðir í rétttrúnaðinum?”

  1. Þegar fréttir af pólitískum átökum í öðrum heimshlutum birtast á msm (mainstream media) þá er gjarnan teiknuð upp mjög svo einfölduð mynd af atburðum og látið líta út sem um sé að ræða baráttu “umbótasinna” (góðu kallarnir) á móti “harðlínumönnum” (vondu kallarnir). Ef við myndum fjalla um efni þessarar fréttar samkvæmt þeirri orðræðu myndi ég vilja segja að Ísland sé á valdi harðlínumanna; mikill meirihluti þingmanna á Íslandi eru harðlínumenn þegar kemur að stríðinu í Úkraínu. Ísland er langt frá því að geta talist hlutlaust ríki og það sem meira er – ekkert ríki á Vesturlöndum getur lengur talist hlutlaust ríki.
    Sú grafalvarlega staða er komin upp að ekkert ríki getur reynt að miðla málum í Úkraínustríðinu með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi vegna þess að enginn er hlutlaus. Ríki sem mögulega gátu tekið að sér hlutverk sáttasemjara eins og Sviss og Svíþjóð hafa hent frá sér hlutleysinu (ef þau voru nokkurn tíma hlutlaus í raun) . Af þessum sökum er hættan á því að þriðja heimsstyrjöldin brjótist út orðin mun meiri en hún var nokkurn tíma í kalda stríðinu.
    Herlausa þjóðin Ísland hefði getað valið sér að vera hlutlaus og unnið að því að afstýra hörmungum. Ráðamenn hafa hins vegar valið þann kost að kynda undir ófriðarbálið eftir fremsta megni.

  2. Vel sagt Vilhjálmur…

    Að hugsa sér ef Ísland hefði tekið að sér það hlutverk strax í upphafi að reyna að miðla málum og ýta undir friðar sátt milli Rússlands og Úkraníu þá hefði maður getað verið stoltur af sínu fólki og sinni þjóð.

    Í staðin fáum við klikkaðan utanríkisráðherra jafnt sem forsetisráðherra og að sjálfsögðu fleiri ráðherra enda virðist þetta allt vera samantekin ráð þessara ríkisstjórnar.

    Sjaldan hef ég skammast mín jafn mikið fyrir minn uppruna og að horfa á ráðherra og annað búalið ýta undir meiri hörku á vígvellinum og fá dómsdagsklukkuna til að slá hraðar í miðnætti. Á hvaða lyfjum er þetta lið?

  3. Ekkert að því að draga saman gagnvart Rússlandi á meðan Rússland stundar stríðsglæpi. Hitt er annað mál hvort þetta hafi eitthvað að segja í stóra sahenginu?

  4. Sannleikurinn,
    það væri fínt ef þú myndir fræða okkur hina um hvaða stríðsglæpi þú ert að tala um?

  5. Alþjóða Glæpadómstóllinn í Haag heifer gefið út handtökuskipan fyrir Rússlandsforseta, kæran er stríðsglæpir og brottnám barna í Úkraínu

  6. Munarlaus börn sem eru bjargað af Russneskum stjórnvöldum er ekki stríðsglæpur!

    Ríkisstjórnir BNA hafa aldrei viðurkennt þennan stríðsglæpadómstól, bara núna þegar það á að kokka eitthvað til að koma höggi á Rússland.

    Mig langar að vita það hjá þér hverjir eru hinir strísglæpirnir, þú hlýtur að vera búin að kinna þér það?

  7. Yfir 100 lönd samþykkja alþjóða stríðsglæpadómstólinn í Haag og fordæma Rússa fyrir þá stríðsglæpi sem þeir eru að fremja á óbreyttum borgurum “gegnindiscriminate attacks in densely populated areas” einnig fordama öll þessi lönd brottnám barna og nauðganir á konum og börnum.

  8. Þessi háa stuðningstala gegn rússum segir ekki neitt um þessa atburði, BNA með sínum ógnunum eru með stóran hluta af heiminum undir sínum þunga hæl og núna passar það þeim að viðurkenna þennan stríðsglæpadómstól í Haag sem þeir munu ALDREI gera þegar það mun halla á þá sjálfa.

    Ég er búin að svar því afhverju þessum börnum var bjargað af Rússneskum stjórnvöldum vegna þess að þau eru munaðarlaus eftir að Úkrínsku þjóðernissinnarnir voru búnir að myrða forerldrana.
    Elaust eru til sannanir af nauðgunum og annarskonar glæpum hjá báðum fylkingum. Enn það sem þessi blessaði stíðsglæpadómstóll ætti frekar að fókusa á er hverjir störtuðu þessum þjóðernishreinsunum fyrir meira enn tíu árum sem var undanfari þess að Rússland til neitt að fara þarna inn til að bjarga fólkinu eins og var gert í byrjun nýunda áratugarins í júgóslavíu og líka hverjir sprengdu eina helstu orku lífæð Evrópu Nordstream gasleiðslurnar!

    Það er alveg ljóst að útþennsla NATO árásarbandalagsins (leppsamtaka Bandaríkjana) er helsta ástæðan fyrir þessum hörmungum. Menn tala um að kaldastríðinu hafi lokið 1991? það er nátturulega algjört bull, því lauk aldrei, þegar Varsjárbandalagið var lagt niður fóru NATO árásarsamtökin í þá vinnu að færa járntjaldið í átt að Moskvu þeir meira að segja neituðu Rússlandi inngöngu í bandalagið upp úr 2000.
    Þannir að það er alveg ljóst að NATO ógnar þjóðaröryggi Rússlands, mun frekar enn fyrrverandi stjórnvöld í Írak ógnuðu þjóðaröryggi bandaríkjanna þúsundum kílómetra í burtu frá þeirra landamærum.

    Ísland þarf að fara vakna upp úr þeim vonda draumi að láta einhvert ógnarvald í Washington stjórna öllum ákvörðunum þegar kemur að utanríkismálum. Víð eru alin upp á heimsku og ósjálfstæði í stað þess að verja og standa með sem er rökrétt og best fyrir föðurlandið. Rússland hefur ALDREI ógnað Íslandi og hingað til hefur samskipti þeirra við okkur verið góð og ég þarf ekki að benda á þá staðreind að Rússland var fyrst til að bjóða okkur lán og aðstoð þegar bankakefið hrundi haustið 2008.

    Ef við ættum að finna þjóðríki sem hefur ráðist á okkur frá lýveldisstofnun þá er það Bretland bæði í Þorskastríðinu og síðan þegar þeir settu okkur á hryðjuverkalista í hruninu. Bretland ætti að vera mun meiri óvinur okkar enn Rússland

    Ein ábending,
    Ef fullorðið fólk er að skrifa og hafa sig í frammi væri nú lámarks krafa að koma undir nafni
    Sannleikurinn er ekki alveg að passa við þín skrif 😉

Skildu eftir skilaboð