Telur transferli barna vera bælingarmeðferð á samkynhneigð

Erna Ýr ÖldudóttirEldur Deville, Heilbrigðismál, Innlendar, Transmál2 Comments

Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar, var afgreitt frá Alþingi í gærkvöldi, þrátt fyrir að refsiréttarnefnd dómsmálaráðuneytisins hafi talið að vinna þyrfti málið betur.

Fréttin hafði samband við Eld Ísidór, formann Samtakanna 22, til þess að fá viðbrögð hans. Spurt var hvernig frumvarpinu var ábótavant, að hans mati:

,,Engar skilgreiningar komu fram í upphaflega frumvarpinu. Eftir að refsiréttarnefnd birti umsögn sína héldum við satt að segja að frumvarpið væri dauðadæmt. Undir venjulegum kringumstæðum hefði það verið, en því miður varð í kjölfarið einskonar sýndarmeðferð og ótrúleg flýtimeðferð sem einkenndist af panikki meirihluta þingnefndar Allsherjar- og menntamálanefndar. Þingmannanefndin lagaði lagatextann og nú á kynhneigð einungis við um samkynhneigð í textanum og greinargerð. Varðandi transhlutann þá er það til að sannfæra einhvern trans um að hann sé „cis“ sem er gert refsivert. Það er umhugsunarefni að slík orðskrípi og niðrandi orð eins og „cis“ laumast inn í íslenska löggjöf. Það er ekkert sem heitir að vera „cis“. Við erum karlar eða konur. Annaðhvort eða.”

Geðheilbrigðisstarfsfólk og gagnreyndar meðferðir eru nú í skjóli frá refsiábyrgð. Þetta var stór þáttur í umsögn Samtakanna 22.  Bælingarmeðferðir eru nú skilgreindar sem ógagnreyndar meðferðir.

 ,,Þannig að á endanum leiddu áhyggjur okkar til breytinga á frumvarpinu og við náðum að tryggja öryggi geðheilbrigðisstarfsmanna. Sálfræðimeðferðir svo sem könnunarmeðferðir eru ekki gerðar refsiverðar skv. lögunum og það er fagnaðarefni.”

Málið fékk hraða og óvandaða afgreiðslu að mati Elds

,,Auðvitað átti að vinna málið mun betur. Þessi atburðarrás var vægast sagt furðuleg. Þetta virtist vera meira einskonar „tick box exercise“ heldur en að vanda til verka og gera þetta vel. Þetta er samt skref í rétta átt. Við vorum aldrei á móti frumvarpinu og markmiði þess sem slíku. Hinsvegar var frumvarpið eins og það var tvívegis lagt fram skelfilega illa unnið og þá tek ég vægt til orða.”

Samkynhneigð er nú skilgreind í lögunum, og Eldur fagnar því.

,,Það eru ógagnreyndar meðferðir sem eru bannaðar í þessum lögum. Við erum ánægð með það af augljósum  ástæðum.”

Samtökin 22 telja að transferli barna og ungmenna séu bælingarmeðferðir á samkynhneigð og eru til þess fallnar að skerða rétt þeirra til þess að fá að þroskast á eðlilegan hátt og mótast sem fullorðnir einstaklingar sem mjög líklega yrðu samkynhneigðir.

,,Við erum langt frá því vera ein um það sjónarmið og það eru fjölmörg dæmi um að heilbrigðisstarfsfólk á transklíníkum víða um heim hafi gantast með það að bráðum verða engir samkynhneigðir til. Hormónablokkerar, skurðaðgerðir og krosshormónar teljast til ógagnreyndra meðferða, þannig að það er eitthvað sem við munum láta skoða og ef til vill reyna á. Lögin eru einfaldlega þannig eins og staðan er núna, og enn nokkuð augljóst að málið hefði átt að vinna mun betur með aðkomu sem flestra er málið varðar.”

Athygli vekur að þrátt fyrir að meðferðaraðilar hafi að hluta til hlotið skjól við breytingar á lagafrumvarpinu, gætu foreldrar, kennarar og fleiri uppeldisstéttir ásamt lífsskoðunarfélögum verið berskjölduð gagnvart refsiábyrgð laganna.

2 Comments on “Telur transferli barna vera bælingarmeðferð á samkynhneigð”

  1. Ísland er duglegt að samþykkja trans, hvorukyn, homma, lesbíur, flóttafólk og eru snöggir að banna biblíur og kristinfræði í skólum landsins. Hvað með að leyfa börnum að vera börn í stað þess að þvinga börn í kynferðislega kassa. Og hvað með innviði okkar eigin lands, heilbrygðiskerfið, húsnæðiskerfið, verðtrygginu og skatta. Hvað með ungt fólk sem getur ekki keypt sína fyrstu íbúð vegna ofurvaxta hvað með vegi sem vanþróaðar þjóðir myndu ekki bjóða sýnum þegnum upp á, hvað með stóriðju og mengun sem er troðið ofan í landsmenn fyrir græðgi fárra, hvað með kvótakerfið sem var tekið frá þjóðinni og gefið til fárra, hvað með aukið bil ríkra og fátækra á íslandi, hvað með elliheimilin sem fara illa með gamalt og veikburða fólk og ræna. Hvað með vanhæfni hjá ríki og sveitarfélögum sem greiða sjálfu sér ofurlaun fyrir lítla sem enga vinnu og láta almenning borga. HVAÐ MEÐ AÐ LÍTA SÉR ÖRLÍTIÐ NÆR OG TAKA TIL Í EIGIN GARÐI?

  2. Af hverju þarf að skilgreina kynhneigð í lögum?
    Af hverju má það ekki vera einkamál?
    Hvað á ríkið að vasast í því?

Skildu eftir skilaboð