Þáttastjórnandinn Tucker Carlson heldur því fram að hin raunverulega ástæða fyrir ákærunni á hendur Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sé vegna utanríkisstefnu Bandaríkjanna, og andstöðu Trump við endalausan stríðsrekstur landsins.
Tucker ræddi réttarhöldin í þætti sínum á Twitter og sagði að valdamiklir einstaklingar úr báðum helstu stjórnmálaflokkunum vilji Trump á bak við lás og slá til æviloka sökum gagnrýni hans á fyrri stríð Bandaríkjanna og afstöðu hans til stríðsins milli Rússlands og Úkraínu. Trump hefur lýst því yfir að verði hann aftur forseti, muni stríðinu í Úkraínu samstundis ljúka.
Í þættinum sýnir Tucker myndbrot (mín. 2:56 í þætti hans) úr kappræðum frá árinu 2016 þar sem Trump segir að Bandaríkin hefðu aldrei átt að fara í stríð í Írak og að Bandaríkin hafi valdið óstöðugleika í Mið-Austurlöndum. Trump sagði líka að bandarísk stjórnvöld hafi logið því að Írak byggi yfir gereyðingarvopnum og að þau hafi vitað að þar væru engin slík vopn. „Það var tímapunkturinn sem Trump varð að óvini alríkisstjórnarinnar og ákveðið var að honum yrði stungið inn,“ sagði Tucker sem sagði ákæruna því engan veginn koma á óvart.
Tucker sagði ástæðuna ekkert hafa með innanríkisstefna Trump og einhver leyniskjöl að gera heldur þá ákvörðun Trump um að halda sig frá stríðum, sem hafi leitt til þess að „djúpríkið“ hafi farið á eftir honum með öllum ráðum.
Hér má sjá þáttinn: