Ógnarstjórn sektarkenndar

frettinHælisleitendur, Jón Magnússon3 Comments

Eftir Jón Magnússon:

Enn einn bátur yfirfullur af fólki sökk á rúmsjó í Miðjarðarhafi næst Grikklandi og mikill fjöldi fólks fórst. Fjölmiðlar töluðu um sök Grikkja, en Grikkir höfðu ekkert með þennan skipsskaða að gera.

Alla þessa öld hafa smyglarar grætt gríðarlega á að selja fólki sem vill komast frá Afríku og Asíu til Evrópu far á okurverði. Í fæstum  tilvikum mundu bátarnir fá haffærnisskírteini hér. Þegar eitthvað fer úrskeiðis hamra fjölmiðlar á sök Evrópubúa og ógnarkennd sektarkenndar heltekur marga einkum vanstilltum leiðtogum bresku biskupakirkjunnar. Við berum samt enga ábyrgð á framferði smyglarana eða þá áhættutöku, sem farendurnir svokölluðu takast á hendur. 

Þann 3. október 2013 sökk bátur við eyjuna Lampedusa. Ítalska strandgæslan bjargaði meira en 100 manns, en 300 drukknuðu. Í kjölfar þessa greip ítalska ríkisstjórnin til víðtækra björgunaraðgerða á ítalska hafsvæðinu, sem kostuðu ítalska skattgreiðendur mikið fé. 

Til svipaðra aðgerða var gripið af hálfu Spánar og Grikklands auk aðgerða sem Evrópusambandið stóð að sbr. störf áhafna á flugvél landhelgisgæslunnar íslensku á Miðjarðarhafi. 

Þrátt fyrir þessar víðtæku aðgerðir til að tryggja aukið öryggi á Miðjarðarhafi, svo að farþegar á lekahripum smyglarana komist alla leið, þá gerast slysin enn enda Miðjarðarhafið ógnar stórt.

Evrópa hefur gert meira en hægt er að ætlast til, en löndin sem heimila starfsemi smyglaranna gera ekki neitt. Það er þessum ríkjum að kenna löndum eins og Líbýu, Marokkó, Alsír, Túnis og að hluta til Tyrklandi að smyglararnir geta haldið upp iðju sinni en ekki okkur. 

Smyglararnir vita hvernig kaupin gerast og nú fara smyglbátarnir af stað með minnsta mögulega bensín, sem dugar ekki til að fara lengra en út á mitt Miðjarðarhafið. Smyglararnir vita að þar verður fólkinu að öllum líkindum bjargað.  

Frá 2013 hefur Evrópa verið að berjast gegn þessu smygli á fólki til Evrópu með litlum árangri. Samt láta fjölmiðlar í Evrópu og einstaka kirkjudeildir eins og Evrópubúar eigi að bera ábyrgð á öryggi allra sem fara um Miðjarðarhafið löglega eða ólöglega. 

Vilji Evrópubúar gera eitthvað skynsamlegt í þessum málum og koma í veg fyrir að Miðjarðarhafið verði áfram stærsti kirkjugarður í heimi, þá er ekki rétta leiðin að floti og strandgæsla Evrópuríkja sigldi strax með fólkið til baka til þess lands þaðan sem þau lögðu af stað. 

Með þeim eina hætti er hægt að koma í veg fyrir að Miðjarðarhafið haldi áfram að vera stærsti kirkjugarður í heimi. Með þeim hætti er hægt að tryggja málefnalegri afgreiðslu umsókna hælisleitenda og með þeim hætti yrðu tekið fyrir starfsemi glæpamannanna sem gera sér neyð fólks að féþúfu auk þess að beita það allskyns harðræði m.a. nauðgunum og eignaupptöku. 

Sem betur fer er stjórn Giorgiana Melloni á Ítalíu byrjuð að feta sig inn á þessa leið og vonandi nær hún árangri, en Evrópusambandið dregur lappirnar og gerir ekki neitt skynsamlegt í málinu því miður líklega hér eftir sem hingað til. 

Skipaskaðarnir með flóttafólk á Miðjarðarhafi eru ekki okkur að kenna, en við eigum að leysa vandamálið með því eina sem hægt er að gera þ.e. að sigla beint með fólkið til baka til þess staðar þar sem lagt var úr höfn. 

3 Comments on “Ógnarstjórn sektarkenndar”

  1. Sektarkennd, veiki punktur mannúðarstefnunar?

    Nei.

    Maður lætur ekki undan yfirgangsseggjum af því það væri svo ómannúðlegt að hindra þá í að fá að vera það sem þeir eru.

    Maður lætur hart mæta hörðu.

  2. Eftir því sem ´góða´ fólkið fyllist meiri sektarkennd þeim mun meiri verður flóttamannavandinn á komandi árum og endar illa fyrir Vesturlönd. Klikkunin er algjör!

  3. Minni á að við rústuðum Líbýu 2011 og landið er enn í rúst.

Skildu eftir skilaboð