Hallur Hallsson skrifar:
Sá ráðherra sem hefur reynt að virða óskir þjóðarinnar um hófsemi í hælismálum hefur verið sparkað út úr Ríkisstjórn Íslands. Vart hafði Jóni Gunnarssyni verið vísað á dyr þegar Vg svívirti þjóðina með því að svipta 200 manns vinnu og jafnmargar fjölskyldur mikilvægar tekjur. Fagráð var notað til gerræðisins, líkt og gerst hefur í hælismálum svo milljarðar streyma úr ríkissjóði. Vg hefur áhyggjur af aflífun hvala en limlestir og deyðir börn í móðurkviði. Siðfræðingur í fagráði segir ekki hægt að tryggja mannúðlega aflífun hvala en hvað um aflífun barns í móðurkviði? Hvað um að taka upp baráttu fyrir rétti fósturs til lífs?
Svona er nú pólitík góða fólksins undirförul og hrokafull. Stjórnsýsla Svandísar Svavarsdóttur er til heimabrúks. Hún er ekki ein á báti í ríkisstjórn um að beita gerræði til að knýja fram pólitík til heimabrúks. Nafna hennar Dísa með langa nafnið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra lokar sendiráði Íslands í Moskvu upp á sitt eindæmi 79 árum eftir að þjóðirnar höfðu tekið upp stjórnmálasamband. Þjóðirnar höfðu staðið saman í heimsstyrjöld og verið á öndverðum meiði í Köldu stríði en gagnkvæm virðing jafnan ríkt. Fyrir bráðum fjörtíu árum var ég gestur í sendiráðinu sem er falleg bygging og vel staðsett. Mér var sögð sú saga að Kremlarmúrar hefðu jafnan opnast fyrir bílalest leiðtoga Sovétríkjanna sem fóru til sendiráðsins til að samgleðjast Íslendingum 17. júní, líklega í tíð Péturs Thorsteinssonar sendiherra.
Slava Ukraini
Dísa XD hefur verið fylgdarkona úkransks kollega síns á ferðalagi um Úkraínu, faðmað og knúsað svo fólk verið forviða. Sjálfsagt hefur hún vottað styttu nazistans og þjóðhetjunnar Stepan Bandera virðingu sínu í Lviv. Hún hefur virt fyrir sér Alþýðuhúsið í Odessa þar sem 48 Rússar voru brenndir inni af nazistum í maí 2014. Kannski hefur hún heimsótt grunnskóla þar sem börnum er innrætt herópið „Slava Ukraini“ sem á rætur í nazisma fylgisveina og meyja Bandera. Obama og Biden veittu nazistum sérstakt brautargengi í valdaráninu 2014. Spyrjið: Af hverju? Á Íslandi er kyrjað Glory to Ukraine. Af hverju? Vaðið er stjórnlaust áfram og sjálfsagt að senda kjúklingabændur í fremstu víglínu. Dýrð sé Úkraínu.
Glannaskapur og heimskulegt skref
„Glannaskapur á ekki við,“ sagði Davíð Oddsson í leiðara Morgunblaðsins. Hann kveður flumbrugang ríkja í utanríkisráðuneytinu. Hilmar Þór Hilmarsson prófessor á Akureyri kveður „...óþarfa æsing“ ríkja þar sem tilfinningasveiflur eigi ekki við og „...aðgerðina vanhugsaða.“
Í liðinni viku var gamli Allaballinn Árni Þór Sigurðsson sendiherra kvaddur í íslenska sendiráðinu í Moskvu að viðstöddum amerískum og evrópskum kollegum ásamt starfsfólki íslensku og rússnesku. Þar voru ræður fluttar. Þar á meðal flutti Alfreð Túliníus stjórnarformaður Nautic ræðu. Fyrirtækið hefur smíðað nýstárlega togara með perustefni fyrir Rússa. Alfreð telur lokun sendiráðsins í Moskvu misráðna. Hann flutti kurteisa og öfluga ræðu á ensku og talaði meðal annars um lokun sendiráðsins sem „silly step“. Að lokinni ræðu Alfreðs kvaddi Haukur Hauksson fréttamaður sér hljóðs til að kveðja eftir 30 ára samfylgd í Moskvu. Árni Þór sendiherra fyrirskipaði „plötu á fóninn“ svo ræða íslenska fréttmannsins drukknaði í hávaða. Þótti þetta alsíðasta embættisverk sendiherrans hið vandræðalegasta og til heimabrúks en í stíl við Árna Þór sem jafnan er hinn vandræðalegasti maður.