Rússland: Rannsókn hafin á meintri aðild CIA

frettinHallur Hallsson, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Hallur Hallsson skrifar:

Norrænir leiðtogar fögnuðu Justin Trudeau í Vestmannaeyjum á tveggja daga fundi. Þota Trudeau lenti á Keflavíkurflugvelli um hádegisbil á sunnudag. Kanadískir fjölmiðlar skýrðu frá því að strax eftir lendingu hefði Trudeau rætt við Volodymyr Zelinsky í Úkraínu og Joe Biden í Ameríku um ástandið í Rússlandi vegna uppreisnar Yevgeny Prigozhin sem sagði að ráðist hefði verið á wagnerliða. Hann kvaðst hafa tekið Rostov og myndi marsera til Moskvu. Trudeau hefur áreiðanlega borið leiðtogunum skilaboð frá Biden og Zelinsky. Frá upphafi átaka í Úkraínu og raunar áður hafa Vesturlönd stefnt að byltingu í Rússlandi. Það þarf ekki að koma á óvart en margt eftir koma í ljós.

Pútin sagður flúinn

Um hádegisbil á sunnudag hélt utanríkisráðuneytið okkar á Rauðarárstíg að Vladimir Pútin væri að falla. Vestrænir fjölmiðlar gáfu undir fótinn að Pútin væri flúinn Moskvu. Falsfréttum var óspart plantað á rússneska samfélagsmiðla. Allt til að vekja óreiðu og óvissu. Fyrir þægilega tilviljun hafði hermálaráðuneytið í Washington DOD tilkynnt fyrir helgina að $6.2Billion; 6.2 miljarðar dollara bókhaldsvilla hefði fundist sem hægt væri að senda til Úkraínu. Washington vissi hvað til stóð allt að tveimur vikum fyrir útspil Prigozhin. Utanríkiskómizar Brussel Joseph Borrell virkjaði krísu-miðstöðina í Brussel. Óvissa var mikil en enginn ofurviðbúnaður í Moskvu né paník. Engin innbyrðis átök Rússa, engir valdagráðugir oligarkar spruttu fram. Vonir um að Prigozhin tækist að koma af stað byltingu brugðust.

Washington vonaðist  að átök brytust út milli rússneska hersins og Wagnerliða, að sögn CNN,  enda markmið CIA og MI6 ásamt úkrönsku SBU. Í Rússlandi er hafin rannsókn á meintri aðild CIA að valdaráninu, að sögn Sergei Lavrov utanríkisráðherra. Washington Post skýrði frá því í maí að SBU væri í sambandi við Prighozin. Í ljós kom að þorri wagnerliða fylgdi ekki Prigozhin. Engin átök brutust út líkt og Vesturveldin réru að. Pútin mun hafa beðið Aleksandr Lukashenko forseta Hvíta-Rússlands að koma vitinu fyrir Prigoshin sem fer til Hvíta-Rússlands. Uppákoman virtist leyst án blóðsúthellinga. Það er útaf fyrir sig athygli vert.

Spá Scott Ritter

Ég hlýddi á Scott Ritter fyrrum eftirlitsmann SÞ í Írak í viðtali við Judge Napolitana um tvö leytið á sunnudag. Ritter spáði því að allt yrði um garð gengið þegar kvöldaði, svipuð viðtöl á RT News. Ritter hafði rétt fyrir sér. Clayton Morris á Redacted hefur tekið í sama streng svo og Alexander Mercouris á Duran fleiri og fleiri. Ritter benti á að Bakhmut hefði tekið mjög á andlega heilsu Prigoshin; PTSO Post Traumatic Stress Order. Hann benti á að 75 þúsund úkranskir hermenn og 30 þúsund wagnerliðar hefðu fallið í martröðinni í Bakhmut sem endaði með algerum ósigri úkranska hersins þó Vesturveldin haldi öðru fram.

Hlegið með Trudeau í Eyjum

Í Eyjum var hlegið dátt með Trudeau; litla Castro þar á meðal minn gamli vinur Páll Magnússon nú formaður bæjarráðs. Hvorki Palli né nokkur spurði Trudeau um ofbeldi gegn þegnum sínum á covidtímanum, enginn. Trukkabílstjórar stefndu til Ottawa á útmánuðum 2022 til að  mótmæla covid ofbeldi Trudeau; covid-vegabréfum, vaksínum og lokunum. Kanadamenn fögnuðu körlunum veifandi kanadíska fánanum. Trudeau skellti á Neyðarlögum, lét loka bankareikingum karlanna leggja hald á milljónir dollara og handtaka hundruð karla. Þessu hefur kanadíska þjóðin ekki gleymt. Karlarnir voru lýstir ógn við þjóðaröryggi; Threat to  National Security.  “Mótmælendur eru jaðarhópur; reiðir karlar sem trúa ekki vísindum, kvenhatarar og razistar ... those Anti vaxxers mob,“ sagði Trudeau. Haturs ummæli hans sjokkeruðu kanadísku þjóðina. Hann bar rangan vitnisburð fyrir covid-sannleiksnefnd; Public Order Emergency Commision. Trudeau er dyggilega varinn af elítunni í 101 Ottawa og falsmiðlum; alveg eins og hjörðin í 101 Reykjavík stillir strengi með okkar ríkismiðli og ríkramiðlum.

Skildu eftir skilaboð