Stjörnuspeki: júlímánuður 2023 breytir öllu til frambúðar

frettinElín Halldórsdóttir, StjörnuspekiLeave a Comment

Eftir Joni Patry stjörnuspeking: 

Joni Patry hefur náð æðstu metorðum á sviði vedískrar stjörnuspeki og til hennar er litið sem eins merkasta kennara og vedísks stjörnuspekinga í Bandaríkjunum í dag. Ritstörfum hennar er ætlað að blása fólki í brjósti skilning á sinni eigin náttúru og tilgangi sínum á jörðinni. Hún trúir því að við getum öll látið ljós okkar skína og lifað í sannleika

Joni er með vefsíðu með skóla í Vedískri stjörnuspeki og hefur ritað fjölda sjálfshjálparbóka.

Miklar breytingar í júlí

Í júlí mun margt gerast og margt breytast.  Eins og ég hef rætt um er Venus í bakgír (retrograde) en það hefur alltaf að gera með sambönd og möguleikinn er fyrir hendi að gamall ástvinur eða eitthvað tengt eldra sambandi kemur aftur inn í líf þitt þennan mánuð.   Þar að auki hef ég mikið að segja um mynstrin í brautum stjarnanna þennan mánuðinn en þar eru einstakir viðburðir í gangi sem færa ótrúlegar karmískar hefndir eða skuldir, réttlæti og sannleika sem kemur fram og breytir viðhorfi okkar til þess með hvaða augum við lítum samfélag okkar og heiminn allan.

Sviptingar á sviði stjórnmála

Júlímánuður verður mjög viðburðaríkur og fullur af ótrúlegustu fléttum. Þann 1. júlí, mun Mars fara inn í ljónsmerkið og í kjölfarið þann 6. júlí mun Venus einnig fara inn í ljónsmerkið.  Munum á meðan þessar 2 plánetur ferðast um í ljónsmerkinu að þessar tvær plánetur eru með samstöðu við Rahu í hrúti og K2 í vog, því Mars stýrir hrútsmerkinu og Venus stýrir voginni.  Pláneturnar sitja báðar í ljónsmerkinu þennan mánuðinn og það færir miklar sviptingar á sviði stjórnmálanna hjá leiðtogum, forystumönnum og ráðherrum.  Við munum sjá róttæk umskipti og breytingar á forystu um heim allan.

Þegar Mars er í síðustu gráðu vatnsmerkis en fyrstu gráðu eldmerkis, sem stendur fyrir mikla tilfinningasemi og stórviðburði, þetta hefur einnig  mikið að gera með ofsaveður eins og mikla storma, svo fellibylja tímabilið fer af stað með stórri sprengju sem hefst í júlímánuði.

Besti tíminn til að koma hlutunum í verk

Frá 24. júní til 8. júlí, er besti tíminn til að koma hlutunum í verk, Merkúr í tvíbura gefur þér skýra og hreina hugsun. Frábær tími til að funda því fólk hefur víðfeðma sýn á viðfangsefnið, einbeiting, skýrleika og gegnsæi, notið tímann fyrir fundi og ferðalög jafnvel þó það sé stormasamt í veðurkortunum, en nýtið þennan tíma og komið hlutunum í verk síðustu daga júnímánaðar og fyrstu viku júlí.

Fullt tungl 3. júlí

Fullt tungl verður þann 3. júlí og þetta er tungl í bogamanni sem er í nachcatra Purva Asada.   Þessi nachchatra þýðir í raun LEITIN AÐ SANNLEIKANUM.   Þarna verður mikið að gerast þar sem fólk fær skýringar á ýmsu og sannleikurinn kemur í ljós en fólk er að leita að svörunum í kringum þetta fulla tungl.   Mikill blekkingarleikur og afneitanir hefur verið í gangi á undanförnum misserum og loks fæst tækifæri til að afhjúpa hin leyndu sannindi sem koma upp með þessu fulla tungli.

Í kjölfarið fulla tunglsins þann 6. júlí mun Mars mynda afstöðu við Neptún.  Þetta mun nú virkilega krydda tilveruna því fyrir hvað stendur Neptúnus?   Neptúnus á við hneykslismál og blekkingar, og í kringum 9. júlí mun Mars síðan fara í afstöðu við Plútó.   Við sjáum því Mars vera miðpunktinn í YAD á milli Neptúnus og Plútó.   Mars kemur hlutunum af stað og er mikil alvara því Mars stendur fyrir reiði, ofbeldi, átök, stríð… aðstæður þar sem fólk verður árásargjarnt og munum að Neptúnus pláneta sjónhverfinga, svika, afneitunar og hneykslismála er í sextett afstöðu við Plútó sem er vald eða umbreytanlegt vald svo það verða mikil átök vegna afhjúpana. 

YAD kallað Fingur Guðs

YAD er það kallað þegar ein pláneta myndar fimmtungshorn við aðra og enn aðra, svo ein pláneta er í stjörnuafstöðu við 2 plánetur.   YAD er einnig kallað FINGUR GUÐS og það jafngildir því að viðburðir sem hafa í för með sér afdrifarík forlög verða að eiga sér stað til að hreinsa loftið til að færa loks lausn og réttlæti yfir allt það sem hefur verið að safnast upp og spennast upp og nú er þessi pirrandi afstaða sem sprengir lokið af öllu saman og þá höfum við mikið sem við þurfum að greiða úr, því þegar upplýsingarnar koma allar og skella á okkur og við náðum kettinum úr sekknum kemur höfuðverkur.   Þetta færir mikil umskipti og breytingar, því við erum loks að lyfta hulunni af sjónhverfingunum og munum nú fá að sjá sannleikann.

Þessi mánuður sem færir plánetur í YAD afstöðu færir reiði, svik, vald, ranghugmyndir, hneyksli og einnig kemur önnur pláneta inn í leikinn, því Mars er í mótstöðu við Satúrnus á sama tíma og hann myndar YAD með Neptúnusi og Plútó, hér er mikið í gangi í stjörnuspekinni en þessar stöður himintunglanna eru einstakar og sjaldgæfar og þess vegna eru atburðirnir á engan hátt hversdagslegir.  Hér eru stórviðburðir í gangi sem breyta heiminum okkar svo hann verður aldrei samur eftir mánuðinn og sér í lagi eftir næsta mánuð.

Nýjir tímar upphafningar og sigurs

Í ágúst og september er mikilvægt að huga að heilsunni og heilbrigðum lífstíl. Mikilvægt er að passa upp á mataræðið, takið inn fæðubótarefnin, komið ónæmiskerfinu á gott ról og síðast en ekki síst styrkið ykkur andlega og tilfinningalega til að geta komist í gegnum þetta tímabil. Þetta verða miklir umskiptatímar og þeirra verður minnst og já hlutirnir færast í betra horf, en núna á meðan afhjupanirnar eru í hámarki verður þetta þungur róður eða þetta er eins konar fæðing og fæðing er alltaf mjög sársaukafull.  En þegar við erum komin í gegnum þetta tímabil verður nýtt upphaf svo nú er tími til að fara í gegnum þessi þjáningargöng til að komast inn í nýja tíma upphafningar og sigurs.   Verið tilbúin núna er tími mikilla atburða.

Sannleikur og raunveruleiki verða öllum ljós

Þegar ég tala um YAD þegar Mars er í mótstöðu við Satúrnus, þá verður Satúrnus með endurvarp á fókusinum sem Mars er með því það er mitt á milli Plútó og Neptúnusar.  Þetta er afar sjaldgæft.   Við hvað fæst Satúrnus?   Satúrnus fæst við karmað okkar, raunveruleikann, raunveruleika karma þjóðanna, heimsins og einstaklingsins tíminn er að klárast nú þarf að borga fyrir brotin, gera skil á skuldunum hjá því verður ekki komist lengur syndaaflausnin er hér.    Hneykslin verða gífurleg, pláneta karmaskulda heimtar að skuldunum verði gerð skil fljótt.   Þetta er líka tími andlegrar framþróunar og uppvakningar og aukinnar meðvitundar vakningar fjöldans en eftir þessar  miklu karma heimtur og ég get ekki undirstrikað hversu stórir atburðir eru að gerast því stóru yfirhalningarleikritin verða rakin upp, sannleikur og raunveruleiki verða öllum ljós og hvort sem þú trúir því eða ekki þá afhjúpast þetta allt.

“Ljósið snýr aftur”

Tölum um nýja tunglið þann 17. júlí.   Það er í 0 gráðum í krabba í nachchatra Purna Vasu sem þýðir “Ljósið snýr aftur” og ég elska þetta nachchatra því það mun gefa okkur aftur vonina.   Allt þetta gerist af guðdómlegri ástæðu  og afleiðingarnar allra þessara afhjúpana í peningaheiminum, kerfunum, stjórnvöldum hvað sem hefur verið falið mun spilast út yfir hagkerfið svo við munum horfa upp á stórar sveiflur í peningakerfunum jafnvel þrátt fyrir að verðbréfamarkaðurinn verði áfram á suðupunkti en upplýsingarnar sem fram koma munu breyta fjármálaheiminum, það verða ýmsar afleiðingar.

Eftir nýja tunglið þann 17, er síðan 20. júlí mikilvægur því þá verða Mars og Satúrnus í fullkominni mótstöðu og það fæst alltaf við einhvers konar bakslag, einhvers konar áfall, vandræði, hindranir sem þarf að yfirstíga.   Þegar Mars situr í ljóninu í nachchatranu  Maga sem stendur fyrir konunga og leiðtoga verður meiri háttar bakslag aftur hjá leiðtogum og stjórnendum.   Önnur afstaða sem vekur athygli er stór kross kardinála kross sem er ótrúlegt því Rahu er í hrúti á meðan K2 er í vog, en sólin er í krabba og Plútó er í steingeit svo þetta krefur karmað um skuldirnar er varðar stjórnendur í heimsmálum og yfir þjóðum, nú verða hlutirnir að breytast, það eru mikil umskipti.

Venus fer í bakgírinn

Þann 22. júlí kemur síðan lokasenan í mánuðinum, þegar Venus fer í bakgírinn.   Joni hefur þegar gert annan fyrirlestur sem útskýrir öll smáatriði er varða afturvirkni Venusar.  Venus fer í afturvirkni 22. júlí og fer aftur áfram þann 3. september. Þegar Venus fer í bakgír er hann í 4 gráðum við Ljónið og það færir okkur alls konar hluti sem varða ástarlífið, hjónabandið og allar hliðar ástarsambandanna því það er jú Venus sem stýrir ástum og ástarsamböndum.   Oft þegar pláneta fer aftur á bak færir hún okkur oft það sem við höfum hunsað og við þurfum að spóla til baka, endurskoða og læra af því þess vegna erum við hér að læra ýmislegt varðandi sambönd á þessum tíma og þegar Venus fer í bakgírinn mun það færa gömul mál sem varða samböndin okkar og getur jafnvel fært okkur einhvern úr fortíð okkar.

Þessi Venus er mikið tákn því Venus er að fara fram og til baka og ég vil segja að þetta allt gefur til kynna gífurlegan breytingatíma. Ég segi því þetta er ekki tími til að einangra sig, þetta er tími til að vera í vinskap, finna samfélagið sitt, finna hvar okkur líður eins og við tengjumst öðrum svo við verðum ekki einmana. Þetta mun áreiðanlega auka öryggistilfinningu þína með því að tengjast öðrum og munið að aðalatriði mánaðarins er að lækna fyrri sambönd því þegar við gerum það heilum við tækifæri til framtíðar hamingju í ást, hjónabandi og samböndum.

Þetta gefur þér hlý og kærleiksrík sambönd og samskipti.   Það að sannleikurinn afhjúpast á öllum sviðum bæði á heimsvísu og í persónulegum samböndum heilar líf þitt og heiminn.   Þetta er tími til að heila sjálfan sig, gera sjálfan sig heilbrigðan til batnaðar fyrir þig og alla í þínu umhverfi.  Þegar þú uppfyllir það verða verðlaunin stórkostleg.   Þú finnur að þetta tímabil sem gefur þér tækifæri til að bæta sjálfan þig, finna ástina, og laða að sér ýmislegt gott með sjálfsvinnu færir þér svo mikla ánægju persónulega og mun algjörlega jafnast á við mikla hamingju og auka lífskraft þinn því þetta er tími sem svo margt er úti á jaðrinum og það skapar fjölda breytingar og falleg umskipti, í mínum huga er þetta einstaklega spennandi tími til að lifa á á plánetunni Jörðu.

Elín Halldórsdóttir þýddi.

Skildu eftir skilaboð