Látið ekki hræða ykkur til þöggunar

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, Pistlar, TjáningarfrelsiLeave a Comment

Eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur:

Aðvara þarf við þróuninni þar sem lítill minnihluti getur breytt samfélagi. Kröfur minnihlutahópa að hafa áhrif á vestræn lýðræðis samfélög og breyta þeim að hluta er þróun sem við eigum ekki að sætta okkur við. Stöndum ekki á hliðarlínunni. Við þurfum inn á völlinn og taka þátt í umræðunni. Minnihluti getur gert kröfur á samfélag sem þorri manna er ekki fylgjandi. Allt gert í nafni jaðarhópa og rétttrúnaðar. Þarf ekki annað en hugsa til tungumálsins.

Saga blaðamanns, konu, sem var áreitt persónulega og sökuð um transfóbíu missti vinnuna fyrir að skrifa á hlutalausan hátt um að kynin séu tvö og rétt kvenna til einkarýma sinna. Í fréttinni sem skipti sköpum benti hún á lönd sem hafa dregið í land vegna lyfjagjafa barna sem glíma við kynáttu. Lyfjameðferðin er áhættusöm og hún vegur ekki upp á móti gagnsemi meðferðarinnar.

Hér má sjá frétt um málið og spjall við fréttamanninn sem um ræðir

Sem betur fer hafa blaðamenn unnið dómsmál gegn vinnuveitendum sínum. Ekki ýkja langt síðan að tvær breskar konur, sem voru reknar fyrir að segja að kynin séu tvö, unnu mál sín í vinnuréttinum. Hér má lesa um annað þeirra.

Við megum alls ekki gleyma málum sem reynt var að höfða gegn norskum konum, sem taka þátt í transumræðunni, lögreglan felldi þau niður. Engin ,,hatursorðræða” í málflutningi þeirra. Það er vinsælt af transeinstaklingum og hreyfingum víða um heim að saka fólk um slík ummæli. Hér má lesa um annað málið.

Hér á landi kærðu transaðgerðasinnar sálfræðing fyrir skrif sem byggja á staðreyndum. Alþjóð veit hvernig fór. Eins og í Noregi, engin ,,hatursorðræða.” Grein um málið má lesa hér.

Transkonum (karlmaður sem skilgreinir sig sem konu), og er aðgerðasinni, virðist umhugað að þagga niður baráttu kvenna og umræðuna um transmálaflokkinn. Af hverju er mér hulin ráðgáta. Telji þessir menn sig vera konur ættu þeir frekar að berjast fyrir réttindum kvenna. Annað kemur á daginn. Er það vilji þeirra að komast í búningsklefa kvenna, í íþróttir og önnur rými sem bara konur og stúlkur hafa aðgang að. Hugsanagangur sem erfitt er að skilja.

Eva Hauksdóttir lögmaður er ein þeirra sem ver tjáningarfrelsið. Hér og hér má lesa greinar um mál sem hún hefur komið að. Við þurfum á fólki að halda sem heldur í rétt almúgans til að tjá sig. Þessi mál eins og öll hin snéru að hinsegin málaflokknum og hafa ekkert til saka unnið annað er málnefnanlegan og þörf umræða. Menn velja hins vegar bálköstin og blaður til að verjast transmálaflokknum í stað umræðu.

Brynjar Níelsson er einn þeirra sem ver tjáningarfrelsið og hér skrifar hann pistil um samræður Guðmundar Andra Thorssonar og Þorbjargar Þorvaldsdóttur fulltrúa Samtaka 78 í þættinum Sprengisandur. Rétt eins og Brynjar bendir á, fánýtar samræður um tjáningarfrelsið. Kristján þáttastjórnandi Sprengisands tiplar á tám um málaflokkinn og það gerðu Gulli og Heimir líka í Bítið á Stöð 2 einn daginn.

Krossgötur.is er vefur þar sem rætt er um tjáningarfrelsið út frá alls konar málefnum. Hér er grein sem er í anda þess sem að ofan greinir, brottrekstur fyrir tjáningarfrelsið.

Manni virðist á þessum ásökunum að umræða og ummæli transaðgerðasinna eigi meiri rétt á sér en þær staðreyndir sem blaðamenn hafa sett fram. Hatur transaðgerðasinna á þeim sem kokgleypa ekki hugmyndafræði þeirra er orðið rétthærri sannleikanum og staðreyndum. Ætti að skelfa alla sem vilja að tjáningarfrelsið og lýðræði ríki. Þá sem vilja málefnanlega umræðu.

Enn sem fyrr, á Íslandi er enginn hugaður blaðamaður sem þorir að ræða sannleikann og staðreyndir þegar transmálaflokkurinn er annars vegar.

Skildu eftir skilaboð