Að finnast andstæðar skoðanir meira og minna hættulegar eða hatursorðræða, leiðir ekki til gagnlegrar umræðu

frettinInnlent, SkoðunLeave a Comment

Brynjar Níelsson, fyrrum þingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir frá því á fésbókarsíðu sinni að „á Sprengisandi í morgun hafi Kristján Kristjánsson fengið  til sín þau Guðmund Andra Thorsson, og Þorbjörgu Þorvaldsdóttur til að að skiptast á skoðunum um málfrelsið og réttinn til tjáningar skoðana sinna eins og það var orðað. Guðmundur var þingmaður Samfylkingarinnar og nú varaþingmaður og Þorbjörg er formaður hagsmunafélags hinsegin fólks, ef ég man rétt,“ segir Brynjar.

„Þetta voru ekki gagnlegar umræður svo ekki sé tekið sterkar til orða. Að fá til sín tvo einstaklinga sem hafa takmarkað áhuga á tjáningarfrelsi annarra, og finnst andstæðar skoðanir meira og minna hættulegar eða hatursorðræða, leiðir ekki til gagnlegrar umræðu. Svo voru þau sammála um að listamenn og rithöfundar ættu að hafa ríkara tjáningarfrelsi en aðrir. Hvað ætli það þýði í huga þessa fólks að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum?

Hagsmunahópar verða að þola að stefna þeirra og málflutningur sé gagnrýndur

Hagsmunahópar eins og stjórnmálaflokkar, lífskoðunarfélög Samtökin 78 eða Samtökin 22 og fleiri verða að þola að stefna þeirra og málflutningur sé gagnrýndur. Sú gagnrýni kann að vera óréttmæt og móðgandi fyrir einhverja. Engir þurfa að þola jafnmikið í þeim efnum en stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn. Þeir eru gjarnan sakaðir um að níðast á öldruðum, sjúkum og sýna almenna mannvonsku. Sumir vændir um rasisma, einkum af þeim sem kvarta yfir hatursorðræðu annarra.

Eitthvað hefur farið úrskeiðis í mannréttindaumræðu hér á landi. Reykjavíkurborg er með mannréttindastjóra, sem er yfir mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu borgarinnar, og forsætisráðherra er upptekinn við að koma á Mannréttindastofnun Íslands. Það er eiginlega rannsóknarefni hvernig á því standi að þeir sem telja sig vera að berjast fyrir mannréttindum alla daga líti svo á að tjáningarfrelsið sé ekki fyrir aðra og eignarrétturinn og atvinnufrelsið sé beinlínis af hinu illa,“ segir Brynjar.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér.

Skildu eftir skilaboð