Þýskur líkamsræktafrömuður og áhrifavaldur látinn 30 ára

frettinAndlátLeave a Comment

Jo Lindner, þýskur líkamsræktafrömuður og ástsæll YouTube áhrifavaldur þekktur undir nafninu „Joesthetics“ á netinu, er látinn þrítugur að aldri.

Lindner öðlaðist heimsfrægð með myndefni sem hann dreifði á netinu. Hann var þekktur fyrir glæsilega líkamsbyggingu og hollustu við líkamsræktina. Lindner safnaði gríðarlegum fjölda aðdáenda á samfélagsmiðlum, og var með næstum milljón áskrifendur á YouTube og 8,4 milljónir fylgjenda á Instagram.

Í hjartnæmri Instagram færslu sagði niðurbrotin kærasta hans, Nicha, að hann hefði dáið við hlið hennar. Þessi sorglegi atburður átti sér stað rétt eftir að Jo hafði gefið henni sérhannað hálsmen, minningu sem Nicha átti bera á sér að eilífu.

Hún sagði frá því að fráfall hans hefði orðið of skyndilega til að hægt væri að skilja það og lýsti eftirsjá yfir því að þau hefðu ekki skilið alvarleika hnakkaverks sem Lindner var með fyrr en of seint. Samkvæmt fréttunum lést Lindner af völdum slagæðagúlps. Fyrir nokkrum vikum var Lindner gestur í þætti áhrifavaldsins Bradley Martyn þar sem Covid bóluefnin voru meðal annars rædd. Lindner sagði frá því að hann hefði fengið fjórar Covid sprautur og hafi farið í „blóðhreinsun“ (e.plasma fluorosis) þar sem þungmálmar hefðu fundist í blóði hans.

Hér má hlusta á viðtalsþáttinn:

Skildu eftir skilaboð