Hundruð foreldra fjöldamótmæltu fyrir utan menntaráð Montgomery-sýslu í síðustu viku og kröfðust þess að skólayfirvöld í Maryland leyfi þeim að verja börn sín fyrir bókum og kennslustundum sem innihalda LGBTQ+ námsefni.
Foreldrarnir sem eru bæði múslimar og kristnir segja að skólakerfið sé að brjóta á trúarlegum réttindum þeirra og segja að það sé brot á stjórnarskránni að veita ekki undanþágu. Þrjár fjölskyldur hafa höfðað mál gegn skólakerfinu.
Bækurnar sem innihalda LGBTQ+ námsefni eru hluti af viðbótarnámskrá sem skólakerfið hleypti af stokkunum á þessu námsári, og heyrir undir alla árganga, þar með talið leikskóla, sú námskrá hefur verið hvað umdeildust.
Fyrir nokkrum mánuðum höfðu örfáir foreldrar talað á stjórnarfundum um málið, en mótmælin hafa stækkað dag frá degi og taka nú hundruðir þátt og fer stigvaxandi.
Skólayfirvöld í Montgomery-sýslu hafa sagt að lög í Maryland-ríki heimila ekki foreldrum að afþakka ákveðnar kennslustundir, nema fyrir sérstaka deild um kynlíf og fjölskyldulíf í heilsufræðslunámskránni.
Foreldrarnir fara fram á þann möguleika að afþakka námsefni sem innihalda LGBTQ+ persónur, vegna þess að efnið passi ekki við trú og lífsskoðun þeirra.
Búist er við að mótmælin muni halda áfram að vaxa ef skólastjórnin stendur við sitt.
VIDEO THREAD: "Protect our children!" Today a Muslim-led coalition rallied outside the Montgomery County Maryland School Board against the removal of an "opt-out" option from human sexuality related material.
Pro-LGBT activists counter-protested, chanting "secular schools!" pic.twitter.com/48qpRDJzyM
— Ford Fischer (@FordFischer) June 6, 2023